Vaki - 01.09.1953, Page 32

Vaki - 01.09.1953, Page 32
Skreytið, hluti af upphleyptu veggskrauti í Alhambrahöllinni á Spáni grundvelli þannig að allir skilji, hann vill hefja verkið yfir öldurót sögunnar og sigrast á hinu sérstaka og stað- bundna. Stíll er hinsvegar þróunar- hreyfing, hann er samhengi forma sem hneigjast í eina stefnu með gagnkvæmri stillingu og leita stöðugt æðra sam- ræmis. Þótt einn stíll verði greindur frá öðrum hvikar hann oft frá settu marki og reynir nýjar leiðir án þess hann missi við það einkenni sín. Rannsóknir í bygg- ingarlist sýna okkur svo ekki verður um villzt að hreyfingin er stílnum eðlislæg. Brautryðjendur í athugun á miðaldalist, og þá sérstaklega M. de Caumont, hafa sannað að gotnesk byggingarlist er ekki aðeins hópur húsa með sameiginleg ein- kenni. Með ströngum rannsóknaraðferð- um hafa þeir skilgreint gotnesku listina sem stíl og bent á hvernig hún hlýðir alltaf ákveðinni rás. Samskonar aðferðir sýna að hægt er að beita stílhugtakinu á aðrar listir og jafnvel á lífið að svo miklu leyti sem sagan og líf einstaklingsins eru í'orm. En í hverju er stíll fólginn? Við get- um stuðzt við formin og séð í þeim kenniteikn í stílnum og myndforða hans, auk þess eru þau orðaforði hans og mál- færi, jafnvel reglur um notkun orðanna, þau eru setningafræði, þótt það komi aldrei jafn greinilega í ljós. Stíll kemur fram sem hlutföll og stærðir mældar í tilteknum einingum. Forngrikkir létu sér nægja að skilgreina stíl eftir stærðaafstöðu hinna einstöku hluta verksins. Að vísu má þekkja jónísk- an stíl frá dórískum af ólíkri lög- un súlnahöfðanna. Jóníski stíllinn krýnir súluna með uppundinni stein- flögu, dóríski stíllinn notar einfalda steintöflu. Munurinn er þó aðallega fólg- inn í ólíkum mælieiningum og hlutföll- um. Eftir þessu er Nemeasarhofið stíl- fræðilegur óskapnaður, því burðarhlutar hússins hafa dóríska lögun, en stærð þeirra er mæld eftir jóniskum reglum. Saga dóríska stílsins, eða réttara sagt stílþróun hans, markast ekki af öðru en breytingum og tilraunum á sviði mæl- inga hinna einstöku hluta og afstöðu þeirra innbyrðis. 1 öðrum listum, og þá sérstaklega í gotneskunni, ræður lögun burðarhlutanna mestu um einkenni stílsins. Má segja að gotneska listin hvíli á oddboganum en stíllinn spretti upp frá þessu frumformi. Minnumst þess að oddboginn var notaður löngu fyrir daga gotnesku listarinnar, t. d. á Langbarðalandi, og réð þó engu um stílþróun. Gotneski stíllinn var fund- inn annars staðar og þar kom oddbog- TlMARITIÐ VAKI 30

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.