Vaki - 01.09.1953, Page 33

Vaki - 01.09.1953, Page 33
inn af stað þungri skriðu mikillar stíl- hreyfingar. Stíll leitar að greinilegu formi, hann skilgreinir sig, en leitar svo í aðrar áttir, hverfur frá fyrri skilgreiningu, stefnir að öðrum; þetta starf hans er oft nefnt framþróun í stíl eða evolution og er þá orðið skilið í víðtækustu og um leið óljós- ustu merkingu sinni. Það var fyrst notað í líffræði og gefin nákvæm merking, i listsögunni er það hentugur hug- takaflokkur og aðferð í niðurskipun efnis. Eg hef sýnt fram á annars staðar hve þessi notkun er varasöm. Orðið bendir iðulega til meira samræmis en tilefni leyfir, fær mann til að sjá fyrir sér einfalda línuhreyfingu þar sem ríkir í raun og veru flókin starfsemi. Þegar höfundar slá því fram, er engu líkara en fortíð og framtíð takist á, en allar breytingar verði á svonefndum „breyt- ingatímum“ (périodes de transition), og er þá byltingarmáttar hinna skap- andi listamanna að litlu eða engu getið. En öll túlkun á stílhreyfingum verður að taka til greina tvö mikilvæg atriði: fleiri stílar en einn geta dafnað og þróazt sam- tímis í nálægum héruðum, jafnvel í sama héraðinu; stílarnir lifa þróun sína á mörgum sviðum í einu og þróunin fer misjafnlega hratt á hinum ýmsu svið- um. Að þessu tilskildu má segja með jafnmiklum rétti að stíll sé díalektísk þróun og að hann sé tilraunaþróun. Ekkert er jafn freistandi og stundum er ekkert réttara en að setja stíl fram sem hreyfingu forma, er lúti innri rök- um sem setji þeim ákveðna skipan. Dreifð sandkorn á titrandi málmplötu hreyfast fyrir áorkan seguls og raða sér í samræmdar myndir á fletinum. Eins virðist leyndur kraftur eða vilji, öflugri en öll hugkvæmni og uppgötvunargáfa, stjórna formum stílsins, þau verða til við klofningu, áherzlu og samsvörun, en krafturinn kallar þau fram í vissa stöðu og samsetningar. Þannig er þessu áreið- anlega varið í hinu furðulega ríki skreytisins (ornament) og reyndar í öllum listum, sem fá að láni eða ljá skreytinu myndir sínar. Skýringin er eflaust sú, að hægt er að greina og rekja kjarna skreytisins til fábrotinna og auð- særra mynda. Baltrusaitis hefur stuðzt við þessa reglu í athugunum á díalekt- ískri þróun í skre.vti rómanska stílsins. Á þessu sviði virðist óhætt að bera sam- an og jafnvel sameina stíl og stílkerfi (stylistique) og draga fram í dagsljósið rökbundna þróunarleið, sem lifir og starfar af ósýnilegum en óvefengjanleg- um mætti innan allra stíltegunda. Þó verður alltaf að hafa hugfast að leiðin er háð tíma og stað sem ljá henni sér- stök einkenni hverju sinni. En skreyti- stíll skapast og dafnar ekki öðru vísi en sem árangur af eðlisbundinni og rök- rænni þróun, hann er afsprengi díalekt- íkur sem ekki er hægt að rekja til neins. Tilbrigði í skreytistíl eru háð innri leik- reglum, þau eru útkoman í leyndum formleik og því er misskilningur aðhalda að öll tilbrigði verði til fyrir ytri áhrif eða handahófsval. Skreytiformin taka við og leita að nýjum formum, en hlutverk þeirra er bundið kröfum skreytisins og þörfum, það sem lánsformin gefa því er nauðsynlegt efni til að fylla i eyður og skörð. Og skreytið getur sjálft fundið þessi form. Virðast hér komnar stað- reyndir sem árétta áhrifakenninguna, en það var siður lengi vel að skýra flest með ytri áhrifum og gefa þeim úrslita- vald í þróun stíla. En er hægt að beita þessari skýring- araðferð á annað en skreytilist? Hún hefur iðulega verið notuð í athugun og skýringum á byggingarlist, gotneslc TÍMARITIÐ VAKI 31

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.