Vaki - 01.09.1953, Side 34

Vaki - 01.09.1953, Side 34
húsagerð hefur til dæmis verið skýrð sem sönnun á reglu og þá farið að eins og í stærðfræði; en reglan gildir ekki aðeins í óhlutbundinni hugsun; hún er lifandi afl í þróun gotneskrar húsagerða- listar. Hvergi gefst jafn gott tækifæri í allri listasögunni til að fylgjast með því hvernig eitt grundvallarform hrind- ir af stað röð af afleiðingum sem eru virkar bæði í gerð hússins, massaskipun, hlutfalli brotinna og heilla flata, í Ijós- áferð og skreytingu. Ummerkin eru hvergi jafn glögg. En þau eru torskilin ef við sjáum ekki að hvar sem reynir á er starfsemi formanna knúin áfram af sífelldum tilraunum. Með tilraunum á ég við markvísa viðleitni, sem notar feng- inn árangur, byggir á fræðilegum til- gátum, er stjórnað af rökhugsun og er látin vinna efnið á tæknisviðinu. Að þessu leyti er hægt að telja gotneska húsagerð „reynda“ og hugsaða í senn, hún er árangur vísinda og efnis- bundinnar rökleiðslu. Við getum gengið úr skugga um að hún er háð tilraunum því oft sést að sumar tilraunir hafa engu ráðið um framtíð stílsins, þær eru víxl- spor á örðugri vegferð hans og ófrjó mistök án frekari eftirmála. Við þekkj- um ekki öll mistökin, sem hverfa nú í skugga þess sem heppnaðist og fékk að standa, en gætum vafalaust fundið þeim dæmi í sögu hins frástæða þrýsti- stólpa sem stendur við útveggi á mörgum gotneskum kirkjum; hann er upphaflega falinn í massa hins hlaðna múrveggs, skýzt svo fram í veggflötinn, verður bogi og loks sérstök og óbreyti- leg stoð. Hugmyndinni um rökbundin tengsl í húsagerð er beitt á mörg ætl- unarstörf þótt þau fylgist ekki alltaf að í sama vetfangi. Rök sjónarinnar, sem krefjast jafnvægis og samsvörunar milli einstakra hluta, eru ekki nauðsynlega samstíga rökum húsagerðarinna og þau eru aftur iðulega í misræmi við rök óháðrar hugsunar. 1 sumum áföngum stíllífsins ber þessum röktengslum alls ekki saman: meðal annars í flaviboycint- listinni. En okkur virðist réttmætt að halda, að tilraunir gotnesku listarinnar hafi haldizt örugglega í hendur, varpað á glæ ófrjóum og varasömum uppátækj- um og myndi í röð sinni og orsakatengsl- um stórkostlega rökleiðslu, sem tjáir er- indi sitt í stein með klassískri festu. Ef við hverfum frá skreytilist og húsagerð og snúum okkur að öðrum listum og málaralistinni sérstaklega, sést að formlífið er þar knúið fram af enn fleiri tilraunum og undirorpið sérkennilegri tilbrigðum. Ástæðan er vafalaust sú, að þar eru mælieiningar allar fínlegri og viðkvæm- ari og sjálft efnið, sem er með afbrigðum handhægt, kallar fram leit að nýjum leið- um. Því sjálft stílhugtakið er háð efni og tækni hverrar listgreinar og stíllireyf- ingin er misjöfn og mishröð í hinum einstöku sviðum. Ennfremur er hver stíll sögunnar að miklu leyti þegn- skyldur einni tæknitegund sem ríkir og setur svip sinn á stílinn. Þessi regla hefur verið færð í orð og kölluð „lögmálið um öndvegistæknina". Bréhi- er notaði formúluna fyrst í tilefni af rannsóknum á listum norrænu innrásar- þjóðanna á miðöldum. Þar var abstrakt skreytilist öllu ráðandi og þokaði til hlið- ar myndlist, sem hafði haft mannslíkam- ann að viðfangsefni og ráðið um leið ríkjum á kostnað byggingarlistarinn- ar. Síðar leggur rómanski og gotneski stíllinn megináherzlu á húsagerð. Og undir lok miðalda sjáum við að málara- listin hneigist til að taka forystuna, ráð- ast inn á svið annarra lista og ryðja þeim úr vegi. 1 samstæðum stíl TlMARITIÐ VAKI 32

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.