Vaki - 01.09.1953, Side 35

Vaki - 01.09.1953, Side 35
sem hlýðir dyggilega einni önd- vegistækni eru listirnar ekki þræl- bundnar né dæmdar til undirgefni. Þær eru stöðugt að reyna að ná sam- komulagi við herra sinn og tekst það með sleitulausum tilraunum. Má sjá þessa dæmi; mannslíkaminn er innlim- aður í frumform skreytilistarinnar, mál- aralist í stórum byggingum velur að for- dæmi litskrúðuga glerglugga, reynir svo hver tækni að auðgast og öðlast frjálsræði þar til hún getur að lokum sezt í öndvegið og tekið forystuna. Þessi regla er ef til vill aðeins 'hlið á enn víðtækara lögmáli. Hver stíll lifir mörg aldursskeið og ferðast í mörgum áföngum. Við skulum ekki jafna stílævi við mannsævi, en viðurkenna að form- lífið er ekki óreiða og handahóf, formin Arkaisminn. Síinxin á Naxosey, grísk högg- mynd frá byrjun 6. aldar f. K. eru ekki leiktjöld á sviði sögunnar og ein- föld tjáning á kröfum hennar en fylgja reglum sem eru þeim áskapaðar. Regl- urnar eru í formunum eða ef menn vilja orða það öðruvísi: reglurnar eru í þeim hluta hugarheimsins sem formin hafa að aðsetri. Við skulum athuga þessar miklu formaheildir, stílana, tengda með rök- leiðslum og tilraunum og sjá hvernig formin haga sér í þeim breytingum sem við nefnum líf þeirra. Áfangarnir, sem formin fara um í stílþróun sinni, marka þau misjafnlega skýrt eftir því hver stíllinn er, það eru hin einstöku stig hans eða tímar — tilraunatími, klass- ískur tími, tím)i úrvinnslu og fágunar, barokktími. Sömu áfangar bera sömu formeinkenni á öllum öldum og hvar sem er í heiminum. Þarf því ekki að undrast þótt við sjáum að grískum arka- isma og gotneskum svipar mjög saman, og eins finnum við greinilega samsvörun milli grískrar listar frá fimmtu öld og franskra mynda frá byrjun þrettándu aldar, einnig eru náin tengsl milli flam- boyant listar, sem er einskonar barokk- tími gotneska stílsins, og rókókólistar átjándu aldar. Sögu formanna er ekki hægt að hugsa sér sem einfalda og sí- hækkandi línu. Stíll deyr og annar rís af grunni. Maðurinn verður að byrja til- raunir sínar á nýjan leik, og það er sami maðurinn eða öllu heldur hið arfbundna og eilífa í manneðlinu, sem byrjar á verkinu. Á tilraunatímanum er stíllinn að leita að eiginlegri mynd sinni. Þetta stig er venjulega kallað arkaismi eða forn tími og lesum við úr orðinu niðrandi eða já- kvæða merkingu eftir því hvort hann virðist tíma klaufalegra tilrauna eða efnilegrar grósku, en ef til vill dæmum við hann helzt eftir því hvar við erum sjálfir staddir í sögunni. Þegar við TlMARITIÐ VAKI 33

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.