Vaki - 01.09.1953, Side 36

Vaki - 01.09.1953, Side 36
fylgjumst með sögu rómanskra högg- mynda elleftu aldar, sést hvernig formið er að leitast við með fálmandi og groddalegum tilraunum að hagnýta til- brigði skreytisins og auðga þær með myndum af fólki sem falla um leið að kröfum hússins. Maðurinn er ekki enn- þá orðinn sérstakt rannsóknarefni og því síður mælikvarði allra hluta. Þegar efnið er mótað er massinn látinn halda gildi sínu, hann virðist þéttur fyrir eins og veggur. Ummerki og dældir eftir höndina þegar hún mótar efnið eru rétt á yfirborðinu eins og létt gáruhreyfing á vatni. Klæðafellingar rista aldrei djúpt en líkjast helzt pennadráttum. Þannig eru vinnubrögð á öllum tilrauna- tímum. Forngríski arkaisminn hefst líka á þéttum og heilsteyptum massa, hann dreymir ennþá um ófreskjur og furðudýr sem valda beig í mannheim- um, hann er ekki ennþá farinn að heill- ast af tónlistinni í hlutföllum lík- amans. Á klassíska tímanum finn- um við ótal hlutfallalögmál um manns- líkama, arkaisminn leitar hins vegar ekki tilbrigða nema í byggingu sem hann hugsar ávallt sem gildan og heilsteypt- an massa. I rómönskum og gotneskum arkaisma rekur hver breytingin aðra með svo miklum hraða að við eigum erfitt með að átta okkur. Sjötta öldin gríska og ellefta öldin í Frakklandi eru undirbúningsskeið. Á fyrra helmingi fimmtu aldar og á tveim fyrstu þriðj- ungum tólftu aldar blómgast stíllinn og nær fullum þroska. Gotneski arkaisminn fer ef til vill enn hraðar yfir, hann reynir f jölda ráða í gerð hússins, skapar föst dæmi (types), sem virðast full- þroska, en leitar enn og skapar ný dæmi þar til við erum vitni að fyllingu tímans í dómkirkjunni í Chartres. Högg- myndalistin gotneska færir okkur eina sönnun í viðbót um gildi þessa lögmáls, hún er óskiljanleg ef við skoðum hana sem dauðateygjur rómanskrar listar eða ,,breytingatíma“ milli rómanskrar listar og gotneskrar. Þar sem áður er rót og æst hreyfing sjáum við í höggmynd- Klassisisminn, Mærin og Jesúbarnið, frönsk tréskurðarstytta frá 13. öld. TlMARITIÐ VAKI 34

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.