Vaki - 01.09.1953, Side 39

Vaki - 01.09.1953, Side 39
það er tákn um innibyrgðan vilja, það er afskræmt og pyndað til að flytja sér- staka merkingu. Á þessu stigi setzt málaralistin í öndvegið, allar tækni- greinar rugla saman reitum, afmá landamærin og taka að láni stíláhrif og útlit hver frá annarri. Um leið vaknar til lífsins mikill áhugi á fortíðinni, og má þar eflaust sjá áhrif sterkrar heim- þrár sem býr í sjálfu eðli barokkform- anna. Þessi þráláti söguáhugi leitar for- dæma, stuðnings og keppinauta aftur í grárri forneskju. En það sem barokklist er að slægjast eftir í fortíðinni eru liðnir barokktímar. Frönsku 17. aldar skáldin dáðu Evrípídes og Senecu en ekki Eslcýlos; eins beindist áhugi rómantíska barokksins að flaniboyant- listinni, barokkstigi gotneskunnar. Nú er ekki ætlunin að jafna rómantísku við barokklist að öllu leyti, en í franskri listsögu virðast þessi tvö tímabil ekki einungis aðskilin af því að hvort er við líði á sérstökum tíma, heldur að á milli þeirra verður sögulegt rof, stutt og ákaft millistig þar sem tilbúinn klassískur tími fær að ríkja um skeið undir forustu Davíðs. Þegar davíðski tíminn er liðinn leita franskir málarar til barokkmeistaranna, Tízíans, Tintor- ettos, Caravaygios og Rubens og síðar, á dögum Napóleons þriðja, taka þeir málara 18. aldar til fyrirmyndar. Á ferð sinni um hina ýmsu stíláfanga eru formin ekki á flugi í lausu lofti, haf- in yfir jörð og menn; þau taka þátt í lífinu þar sem þau eiga upptök sín og tjá ákveðnar hreyfingar hugans í efni og rúmi. En greinilegur stíll er annað og meira en sérstætt tímaskeið í formlífinu, hann er samkynja formum- Kverfi, heilt og óskipt, þar lifir fólkið og hrærist. Og umhverfið getur flutzt í heilu lagi land úr landi. Við þekkjum gotneskar stílheildir sem hafa flutzt til Norðurspánar, Englands og Þýzkalands, þar dafna þær og vaxa, taka ýmist inn í formaforða sinn gömul form sem verða um leið staðbundin, eða ýta undir nýstár- legar formhreyfingar. Hvort sem þær halda kyrru fyrir eða ferðast land úr landi, hafa stílheildirnar óbrigðul áhrif á félagslífið í kringum sig, geta af sér félagslegt umhverfi, lífshætti, málfar, hugarástand. Formlífið skap- ar og sérstök andleg aðsetur, án form- anna væru staðareinkennin dauf og næstum ósýnileg. Grikkland er til sem jarðfræðilegur grunnur að sérstakri mannlífshugmynd, en hið dóríska lands- lag eða öllu heldur dórísk list sem staður hefur skapað Grikkland, sem Grikk- land náttúrunnar gæti ekki án verið, yrði þá í mesta lagi sólrík auðn. Hið gotneska landslag eða gotneska listin sem staður hefur mótað nýtt Frakkland, franskt mannkyn, nýjan sjóndeildar- hring, útlínu borga og bæja, skáldlegt andrúmsloft sem stígur upp frá gotn- eskum húsum og hlutum, en ekki frá moldinni eða ríkisvaldi og stofnunum Kapetinga. En er það ekki höfuðeigind umhverfis að geta af sér sögusagnir og hugsunarhátt, að laga fortíðina eftir eigin þörfum? Formumhverfið býr til goðsagnir sínar í sögunni, og þær mót- ast ekki aðeins af hugarþörf eða fróð- leiksfýsn, þær eru svar við kröfum forma. Við sjáum til dæmis hvernig myndauðugar goðsagnir fornaldarþjóð- anna við Miðjarðarhaf berast frá kyn- slóð til kynslóðar eins og hafalda, sag- an klæðist nýjum búningi eftir því hvort hún fær húsaskjól og beina hjá róm- anskri list eða gotneskri, list Davíðs á tímum byltingarinnar eða rómantísku stefnunni, hún aðhæfist æ nýju um- hverfi og breytist í meðförum, og í huga TlMARITIÐ VAKI 37 L

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.