Vaki - 01.09.1953, Page 40

Vaki - 01.09.1953, Page 40
fólksins sem er vitni að þessum ham- skiptum vekur hún ótal myndir, jafnvel öndverðar eðli sínu. Goðsögnin grípur inn í formlífið, ekki sem þrálát stað- reynd eða aðskotahlutur heldur eins og mótanlegt og undirgefið listefni. En þegar við förum þannig að í skýr- ingum okkar og leggjum þunga áherzlu á hin ýmsu lögmál og krafta, sem stjórna lífi formanna og bergmála í ríki náttúr- unnar, orka á mannkynið og söguna og skapa jafnvel sérstakan lieim og sér- stakt mannkyn, er þá ekki einna líkast því að verið sé að setja fram þvingandi og óbifanlegt orsakalögmál? Erum við ekki að einangra listaverkið og hrífa það burt úr mannlífinu og gera það að hjóli í blindri sjálfgengisvél? Er lista- verkið orðið að fanga á sérstöku sviði, og eðli þess ákveðið fyrirfram? Alls ekki. Stílstigið eða tíminn, hin ákveðna stund í lífi formanna, bæði tryggir og knýr fram fjölbreytni og tilbrigði. Hugsunin er frjálsust þegar hún getur stuðzt við þrautreyndar skilgreiningar. Tilvist hins lifanda og öfluga forma- sviðs er nauðsynlegt skilyrði frjálsrar sköpunar og gefur allri sköpun einkenni sjálfkrafa starfs. Tilraunafjöldi og formatilbrigði geta því aðeins fengið einhverju áorkað að til séu fastar skorður, en agaleysi leiðir jafnan til eftirlíkinga. Þó svo færi að menn fyndu veilur í þessum lögmálum má styðjast við tvö atriði til að skynja starfsemi og undraleik þessara kerfis- bundnu heilda. Fyrst: formin eru ekki útlína eða ein- föld teikning af sjálfum sér. Líf þeirra fer fram í rúmi sem er óskylt hinu óhlut- kennda starfsviði stærðfræðinnar, form- in verða að hlutum í efninu, verða til í meðförum verkfæra og mannshandar. Það er á þessu sviði sem þau eru til og annars staðar ekki, í hlutkenndum heimi, í fjölbreyttum heimi. Sama form- ið getur haldið hlutföllum sínum en breytir um eigind eftir efnivið, verkfæri og hönd. Það er ekki eins og prentaður texti á ýmsum ólíkum pappírsgerðum en pappírinn aðeins undirstaða textans: í teikningu verður hann að lifandi þáttakanda, hann er þar eitt aðalatriðið. Form án undirstöðu er ekki form og undirstaðan er sjálf form. Þess vegna verður að taka þátt tækisins til greina, þegar reynt er að skýra tilurð listaverks og sýna fram á að ætlunarverk tækis er ekki að þola heldur að taka þátt í starfinu. Hins vegar er nauðsynlegt að líta á mennina og þeir eru ekki síður sundur- leitir en tækin. Orsökin er ekki fólgin í samhljóma eða ómstríðum tengslum kyn- þáttar, umhverfis og sögustundar, fjöl- breytnin liggur annars staðar í lífinu og þar má ef til vill finna ennþá smágerv- ari og fínni samhljóma en í venjulegum hópskýringum sögunnar. Það er til eitt- hvað sem kalla mætti þjóðfræði andans, en andlegar ættir læsa greinum sínum um samstæðustu kynþætti, og eru þar tengdar leyndum þráðum, sem koma stöðugt fram án tillits til aldar og um- hverfis. Ef til vill má segja að einstakir stílar, einstakir stíláfanyar og tælmi- greinar þarfnist fremur einnar ættar en annarrar. Hvað sem því líður er enginn vafi, að við getum skynjað eðli lista- verksins í sambandi þessara þriggja aðila og séð sjálfstætt hlutverk þess og valdsvið í hinu almenna og algilda ríki orðsins. (Þorkell Grímsson íslenzkaði). TÍMARITIÐ VAKI 38

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.