Vaki - 01.09.1953, Side 41

Vaki - 01.09.1953, Side 41
UR DAGBÓK EUGENE DELACROIX l>essi forvígismaður í málaralist á fyrra helmingi nítjándu aldar cr fæddur í Frakklandi árið 1798. Talleyrand á að hafa verið launfaðir drcngsins, en annars var hann sagður sonur Charles Delacroix, eins af embættismönnum Napóleons. Þriðja september 1822 byrjar hann að halda dagbók, en þá hafði málverkið Danti og Virgill hlotið góöar viðtökur í Lúxemborgarsalón. Bókin varð mikil að vöxtum áður en lauk, en Delaeroix lczt 1863, önnur útgáfan franska er um 1500 sfður. Hún er tvímælalaust mjög merkileg heimild. Við kynnumst þar höfundi sjálfum, skoðunum hans og samtíð, fólkinu scm lifði sigra rómantlsku stcfnunnar í bókmcnntum, stjórn- málum og listum. Það sem hann segir um litina var hrein nýjung á þeim tíma, sem og málverk hans. Dagbókin hefst á þessum orðum: „Það er gamall ásetningur minn að halda dagbók, vil ég nú öðru fremur hafa hugfast að hún á að vera skrifuð handa mér einuin, vcitist þá vonandi hægar að draga ekkcrt undan og verða betri maður. Þcssar síður munu einhvern tíma ávíta mig fj'rir hughvörf og sinnaskipti, en ég byrja nú fullur bjartsýni.“ Kaflar þeir sem birtast hér á eftir hafa verið valdir með hliðsjón af áhugamálum nútímans í listum, þeir mynda og skemmtilegt mótvægi við grein Henri Focillons. Ártölum hefur verið bætt við dagsetningar. 7. maí 1824 Eg verð að taka mig á og ljúka við Velasquez áður en lengra er haldið. Hugur manns er undarlegur. I byrjun hefði ég glaður ráðizt á allar torfœrur, nú er rétt með herkjum að ég geti lokið myndinni, sjálfsagt af því einu að hún var látin bíða of lengi ófullgerð. Það gildir sama máli um allt sem ég fœst við, áður en ég finni mig í verkinu og langi til að glíma við það verður að mölva af því klakann. Það er eins og grýttur akur sem ögrar plógi og herfi, en moldin er góð og með dálitlu úthaldi má fá hana til að gefa ríkulegan ávöxt. Verst hvað uppskeran vill renna úr greipum manns. Nœturgalinn. Fögnuður þýtur um náttúruna.Döggvot lauf,skœrlit sumarblóm, sól sem yngir allt eftir langan vetur. Þunglyndið flýr. Ef bliku dregur á loft og dimm regn- ský er það eins og ólundin sem á til að hlaupa allt í einu í stúlkuna manns, hún jafnar sig von bráðar. Á heimleið í kvöld heyrði ég nœturgala syngja, ég heyri ennþá til hans í fjarska. Söngur hans á sér engan líka, en krefst síður athygli sjálfs sín vegna en áhrifanna sem hann vekur hjá þeim sem hlustar. Buffon er vísindamaður og fellur í dá við að útlista raddþol og hálsbyggingu þessa þunglynda vorgala. Mér er hugstœðara hvernig hann syngur án afláts fábrotið lag en uppsprettu mikillar hrifningar. Það er eins og að horfa á sjóinn. öldur ber að landi, ein rekur aðra, allar brotna þœr í flœðarmálinu í sífelldri þyljandi endurtekning, en seint verður maður leiður að horfa á öldurnar. Hvað rímsnillingar eru hvimleiðir, allt þeirra tal eru rímorð, gífuryrði og sigurhróp. Gat nokkur þeirra Iýst söng nceturgalans? En þegar Dante kveður eru orðin eins fersk og söngur fuglsins. Hvaða skáld hafa getað lýst ástinni? Dante fyrst og fremst. Lýs- ingarnar orka á mann eins og ástin sjálf. Hann er að þessu leyti meira skáld en Michaelangelo, eða öðru vísi, sá síðarnefndi var stórkostlegur á sinn hátt. Come columbe adunate alle pasture etc. Come si star a gracidar la rana etc. Come villan- ello etc. Þarna kemur það sem mig hefur lengi dreymt en aldrei getað sagt. Reyndu að mála svona. Það er eina rétta stefnan. TlMARITIÐ VAKI 39

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.