Vaki

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vaki - 01.09.1953, Qupperneq 43

Vaki - 01.09.1953, Qupperneq 43
26. marz 1854 Fór á Sainte-Cécile konsertinn. Hetjuhljómkviða Beethovens var eina atriðið sem ég hlustaði á með óskiptri athygli. Upphafsþátturinn dásamlegur, andante-kafl- inn eitthvað það háleitasta og tragískasta sem Beethoven hefur samið, en aðeins fyrri helmingurinn. Síðan Marche du Sacre eftir Cherubini og að lokum Preciosa.*) Þá varð minni ódauðlegu sál á að sofna, kannski var það svœkjan í salnum eða kexkakan sem ég borðaði á undan hljómleikunum, hvað um það, ég svaf vœrt þar til þeim var lokið. Undir fyrsta atriði var ég að hugleiða ráðin sem tónskáld nota í því skyni að gefa verki heildarsvip, flest halda þau að eining fáist með því að endurtaka mótífið nógu oft. Það er líka handhœgast miðlungi gáfuðum tónskáldum. Ekki er því að neita að stundum fer vel á endurtekningu mótífs, en sé það um of verkar hún einsog tilgerð og er aðeins til lýta. Á maður að trúa því að áheyrendur séu svo fljótir að gleyma að samhengi rofni nema aðalhugmyndinni sé otað fram sí og ce? I sendibréfi, prósakafla eða ljóði dugar einföld afleiðsla þar sem ein hugdettan fœðist af annarri og óþarfi að taka oft upp sömu málsgrein. Tónskáldum má stundum líkja við kassaprédikara sem velur sér tilvitnun að umrœðuefni, útleggur hana á ótal vegu, tönglast á henni í tíma og ótíma. Ef rétt er á haldið getur endurtekning mótífs farið vel einsog ég drap á áðan, en tónsmíð œtti helzt að vaxa eðlilega, mótíf líka, annars missa þau marks. En galdurinn er leyndarmál snilligáfunnar. Hugur manns er ófullkominn, á erfitt með að einbeita sér, jafnvel nœmasta fólk finnur til óvissu frammi fyrir ágœtum listaverkum, það kostar áreynslu að njóta tónsmíðar eða málverks til einhverrar hlítar, því freistast sumir málarar og tónskáld til að leita ódýrra ráða, endurtaka mótíf í tónverkum, draga fram skœrustu partana í málverkum. Þau virðast annars hafa nokkra sérstöðu. Áhorfandi þykist sjá myndina alla í einu vetfangi. Þarna gildir þó sama regla og í öðrum list- greinum, samningu má ekki vera ábótavant, en ég vil bceta við: Þótt engir smiða- gallar sjáist, þótt fullkomin eining virðist ríkja, er ekki víst að allt sé fengið, andinn krefst þess að verkið geti dafnað sem endurminning löngu eftir að maður hefur sleppt af því augum, þá fyrst reynir á einingu þess, hvort hún var sönn eða svikin. Um leið og ég hripa þetta niður dettur mér í hug að atvinnulistamenn hljóti að vera fáfróðir um listir sínar ef kunnáttan styðst ekki við djúpan skilning og nœma tilfinningu, en það eru kostir sem ávinnast ekki með því einu að leika á hljóðfœri eða sveifla pensli. Mikil listaverk fyrnast ekki. Þau urðu til í deiglu ástríðna og tilfinninga. Og mál hjartans er hið sama á öllum tímum. Þegar listamaður gerir sér lítið fyrir og notar tilbúnar skreytiformúlur til að þóknast samtíð sinni, er öruggt að verk hans eiga eftir að eldast og fegurð þeirra að dofna, en allur þorri listaverka nœr einmitt vinsœldum vegna yfirborðsljóma fengnum að láni hjá viðurkenndum siðvenjum. Þeir fáu sem eru nógu stórir til að hafna kröfum þeirra mœta sjaldnast skilningi fyrr en eftir sína daga, hljóta þá áheyrn hjá kynslóðum, sem eru orðnar ónœmar fyrir blekkingahjali gamallar tízku. TtMARITIÐ VAKI 41 *) ópera eftir Weber.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Vaki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.