Vaki - 01.09.1953, Síða 44
8. ágúst 1856
Æskilegast er að hugarflug og ímyndun fái að flytja erindi sitt ómengað. Franski
skólinn leggur ríkasta áherzlu á nákvœma athugun fyrirmynda, en skeytir síður um þcer
tilfinningar sem ráða starfi málara og myndhöggvara. Það er ein ástœðan fyrir niður-
lœging hans. Frakkar hafa frá öndverðu lagt sig niður við stílsköpun eða frœðilegar
rannsóknir á stílum, þykjast hafa fundið órugga leið þar sem aðeins eru villuljós. Þeim
er svo gjarnt að sjá reglu í öllum hlutum . . . *)
22. febrúar 1860
Realisma œtti að skilgreina sem andstceðu listar. Ef til vill er hann mun and-
styggilegri í málara- og höggmyndalist en í sagnfrœði eða skáldsagnagerð. Tœki
skáldsins er agað mál, listrœnn tilbúningur sem magnar fyrir lesanda veruleika ofar
viðjum dagsins; realistískt ljóð er mótsögn í orðalagi, reyndar spurning hvort hœgt er
að tala um slíka firru. Hvernig á að framkvcema hann í höggmyndalist? Bein afsteypa
af náttúruhlut er ólygnari en nokkur eftirlíking. Mér er spurn hvort nokkur trúi því að
realisti geti varnað geði sínu að lita verkið þótt hann leggi á sig allar þrautir til að
herma eftir náttúrunni. Nema farið sé svo langt að gera ráð fyrir að augu og hendur
geti unnið sjálfstcett starf, en hver yrði árangurinn?
Ef heitið realismi hefði ákveðna merkingu yrðu allir menn að hugsa og skynja eins.
(Þarf að lita yfir það sem ég skrifaði í bláu rissbœkurnar um mun á leikriti sem
þrœðir venjulega atburðarás og öðru sem bindur atburði í kerfi með tilliti til áhrifa).
Hvað finn ég í nútíma skáldsögum? Upptalningar sem œtlað er að frœða lesand-
ann, langa lista yfir hitt og annað, einkum venjulega hluti, smásmyglislegar lýsingar
á fólki sem maður kynnist aldrei í athöfn. Mér þykir sem ég standi á vinnustað. en
smiðir og múrarar œtla að fara að reisa hús, ég sé stafla af tilhöggnum steinum en
aldrei hleðslu, hvorki hvelfingar né göng, því síður heilt hús þar sem listgreindin hefur
komið á samrœmi milli einstakra hluta. 1 þessum skáldsögum eyðir höfundur fullt eins
miklum tíma í að lýsa aukapersónum og þeim sem fara með mikilvœgustu hlutverkin,
leggur sig í líma til að draga fram eðlisþœtti í manneskju sem varla kemur við sögu,
hlutföll snúast við svo athyglin greinir naumast söguhetjurnar í öllu smœlkinu. Aðal-
reglan er að kunna að fórna. Stakar mannlýsingar, hve vandlega sem þœr eru gerðar,
nœgja ekki við að draga upp stóra mynd. Til að eining ríki í verki verður að byggja
það upp frá sérstakri tilfinningu sem vísar til um hvað beri að sýna og hvað skuli látið
ósagt.
Hnignun.*) Listunum hefur stöðugt verið að fara aftur frá því á sextándu öld, en
þá náðu þœr fullum þroska. Ekki er því til að dreifa að hörgull hafi verið á mikil-
hœfum listamönnum, öðru nœr, þeir eru fjölmargir bœði á seytjándu, átjándu og
nítjándu öld. Orsökin er fólgin í breytingum á lífsvenjum og hugsunarhœtti. Smekk-
vísin er orðin of sjaldfundin, gagnrýnin seilist til ae meiri áhrifa en bregzt um leið hlut-
verki sínu, ýtir undir smœlkið en dregur kjark úr þeim sem eitthvað geta; hins vegar
freistast þróttmikið gáfufólk til að snúa sér að hagnýtum vísindum og tœknidýrkunin
*) Hér er eyða í dagbókinni.
*) Atriði tekið úr orðabók yíir listir sem Delacroix vannst aldrei tími til að semja.
TlMARITIÐ VAKI
42