Vaki - 01.09.1953, Side 48

Vaki - 01.09.1953, Side 48
sem fyrrum og Perseval er kjörinn til að ei'fa ríkið eftir fiski-konunginn. Til eru margar heimildir keltneskar hliðstæðar mjög við frönsku kvæðin, og þó engin séu svo lík þeim að þau geti heitið beint afsprengi þeirra, benda þær þó allar til mjög náins skyldleika. Ein sú bezta er Kuhvch ocj Oewen, kvæði í Mabinogion bálkinum (7). Enda þótt það hafi verið ritað seint, benda margir þættir félagslegs og trúarlegs bakgrunns sögunnar til þess að uppruna hennar sé að leita mjög snemma í keltneskri sögu. Hetjan Kulhwch, ungur maður ætt- göfugur og nákominn Arthúr konungi hefur alizt upp með föður sínum, fjarri hirðinni. Stjúpmóðir hans leggur á hann (jeis*) (álög) þess efnis að hann skuli engri konu kvænast nema Olwen, dóttur Yspaddaden Penkawr. Hann ræður með sér að fara til Arthúrs konungs og leita hjálpar hans. Konungur fellst á mál hans. Þeir Kulhwch hefja ferð sína og finna híbýli Yspaddaden jötuns. En Kustennin jötunbróðir tekur á móti þeim. Hann er einnig jötunn og fjár- maður. Hann og kona hans veita þeim góðar móttökur, mönnum Arthúrs, en vara þá við hættunum sem fylgja ætlan þeirra. En þeir Kulhwch halda áfram för sinni unz þeir koma til húsa jötuns- ins. Jötunninn tekur þeim af tvískinn- ungi, býður þeim gisting og gestrisni, en ræðst þó að þeim með eitruðum spjótum þegar þeir ugga ekki að sér. Þeir svara fyrir sig eins og þeim er unnt og Ys- *) geis eða álög eru einkennandi fyrir siðu og trúarbrögð Kelta: það er einskonar tabú, þ. e. skipun trúarlegrar merkingar. En ólíkt tabú getur geis ýmist verið jákvætt eða nei- kvætt, boð um að gera eitthvað sem og bann við einhverju. Það er næstum ávallt í höndum kvenna, en ástæðan til þessa valds þeirra er óljós. paddaden er neyddur til að taka upp manna siðu og hætti. En þar sem honum eru skráð þau örlög að deyja að brúð- kaupi dóttur sinnar, setur hann eðlilega fjölda skilyrða sem örðugt er að upp- fylla: Kulhwch verður að fara og leita ýmissa hluta og færa jötninum, svo sem ketil til að brugga í brúðarölið, hníf til að skera skegg jötunsins og annað fleira slíkt. Kulhwch tekst að ná öllum þessum hlutum eftir margar raunir og færir jötninum. Skorið er skegg Yspaddadens og hann hálshöggvinn. Kulhwch kvænist Olwen og erfir ríkið. Margir vafaþættir frönsku kvæða- hefðarinnar skýrast út frá þessari frum- stæðu frásögn: Leitarstefið verður auð- særra. Hetjan verður að finna tiltekna hluti til þess að geta kvænzt og hlotið forræði. I franska bálknum verður ljóst að hetjan verður að skilja gildi þessara hluta. Gral-stcfið táknar því inntöku- þraut (initiat'io.n) til forræðis (sover- eignty). Þetta verður enn ljósara í brúð- kaupskaflanum; í Perceval-kvæðinu franska átti hetjan að kvænast gral- meynni eins og hann gerir í keltnesku kvæðunum. Heimildirnar sýna ljóslega gildi brúðkaupsins. Forljót kerling verð- ur á vegi hetjunnar og býður honum að ganga í sæng með sér. Ef hann gerir svo, breytist hún í gullfallega stúlku er lýsir á hendur sér forráðum Irlands og lionum hákonungsstöðu (8). Það verður auðsætt að gralberinn fagri og kerling- arskrímslið eru, eins og sagt er beinum orðum, ein og sama veran, að uppistaða stefsins er hin sama og í frönsku kvæð- unum. Ennfremur verður ljóst að hlutirnir sem leitin beinist að eru mjög margs konar og langt frá því að vera einn til- tekinn bikar eða tiltekið spjót. Einn hinna mikilvægustu þessara hluta er TlMARITIÐ VAKI 46

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.