Vaki - 01.09.1953, Page 50

Vaki - 01.09.1953, Page 50
á jörðu. Og það er einnig land óborinna, þeirra er eiga fyrir sér að fæðast eða fæðast aftur, eins og Lugh í Cuchullain (11). Norrænar hugmyndir um sambúð heimanna tveggja og um hlutverk ann- ars heims eru mjög frábrugðnar þess- um. 1 norrænum hugmyndum voru til fleiri en einn annar heimur og geymir hver þeirra ýmsa þætti þess veruleika sem keltnesk hugsun byggði einn heim saman. Annar heimur norrænna hug- mynda átti sér ákveðna landfræðilega legu. Er menn höfðu orðið ásáttir um, að einhver staður væri ekki þessa heims, gat hann aldrei orðið það. Ein hug- myndin er um Hel: Menn lýstu Heim- dalli leið þangað af svo mikilli ná- kvæmni sem lægi þangað varðaður veg- ur. Hel lá norður og niður (12). Eins og séð verður af dæmum þeim sem við mun- um vitna til, var haugurinn einnig ímynd annars heims, ódáinsheimur. Ennfremur Jötunheimur og lítgarður, er höfðu tilteknar landfræðilegar tak- markanir. Jötunheimur lá á austurvegi, en það er álíka nákvæm lýsing sem „á Noregi“. 1 ýmsum síðari heimildum, svo sem hjá Saxo Grammaticus, þar sem fornum goðsögum er allmikið vikið til mennskra skýringa, er Htgarði valinn staður nálægt Hvítahafinu, á Bjarma- landi. En meir um það síðar. Einkenni á hugmyndum Ivelta um annan heim eru í stuttu máli hugarflug og ímyndunarafl, einkenni norrænna hugmynda realisminn. Það leikur dul um gral-hetjurnar keltnesku og atburða- rásin skilur stöðugt eftir þá tilfinningu að eitthvað sé enn óskýrt. Jafnvel þegar þær eru mennskar — og þær eru næstum því alltaf mennskar — fylgja þær ekki í athöfnum sínum neinum viðurkennd- um, mennskum athafnahætti, eða venju- legu ástæðulögmáli. Norrænar gral- hetjur aftur á móti eru á allan hátt normalar, og einkar mannlegar, — jafn- vel þegar þær eru guðir. 1 hvaða trúar- brögðum öðrum en norrænum væri hægt að finna eins lítt goðum líkan guð og Þór, og svo mjög á mannlegan kvarða lesinn? Ekki meðal Hindúa, þar sem guðirnir lifa utan rúms og tíma í heimi hugsunar og fjarvistar; né meðal Grikkja eða Rómverja, þar sem trúar- brögðin leita ýmist myrkra afla jarðar eða abstraktsjóna hugsunar; né meðal Kelta, þar sem guðirnir eru hvergi, ekki heldur á fýsísku sviði, háðir orsakalög- máli sem ræður mannlegri tilveru. Svo er um allar gral-hetjur norrænar: og þó goðin taki stundum að sér þetta hlut- verk eru það undarlega mannleg goð. Oftast nær gegnir maður þessu hlut- verki, ekki dularfull hetja að hætti Percevals, heldur söguhetja er gæti hæg- lega átt hlutverk í hvaða sögu sem er. Að lögðum þessum grundvelli til rök- leiðslu, getum við snúið okkur að heim- ildunum sjálfum. Og verður þá fyrst fyrir okkur Hymiskviða. Uppistaða þessa kvæðis er í megin- atriðum hin sama og gral-sögunnar. Það sýnir hetjuna í leit að katli í heimsókn hjá konungi annars heims, en það er sama stefið og við sáum í frönsku gral- kvæðunum. Ketill þessi er ekki hlutur út í hött og leitin hefur ákveðinn tilgang: Hann er til þess að brugga í öl Ása. Meðal norrænna manna var öl ekki drykkur einn, einkum með goðum. ölið, eins og mjöðurinn, svarar til ambrósíu Grikkjanna, og soma Indverja, þ. e. öl er helgur drykkur. Neyzla þess tengir menn goðunum og heldur við guðlegu ástandi goðanna (13). Það má benda á ýms atriði í sambandi við þessa trú: í TlMARITIÐ VAKI 48

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.