Vaki - 01.09.1953, Síða 51

Vaki - 01.09.1953, Síða 51
fyrsta lagi eru allir þessir drykkir áfengir og geta kallað fram hrifningar- ástand (ekstasis), sem álitið var gefa manninum samband við æðri völd ann- ars heims. 1 öðru lagi var drykkja þessa neytt með vissum helgisiðum, þ. e. í samfélagi. Sumblið er félagslegt fyrir- brigði, og sem slíkt veigamikill þáttur félagslegrar einingar. I þriðja lagi var goðunum blótað dreypifórnum til að hnýta fastar þau bönd er tengdu guði og menn. Þannig eru goðin sjálf þátt- takar í blótunum. Sjálft orðið goð er dregið af indóevrópsku rótinni *gheu- (gríska cheó, sanskrít hu-) „hella“ og merkir: „sá sem þiggur dreypifórn". 1 f jórða lagi, þar sem þessi heimur er full- komin hliðstæða annars heims, er félags- legt samkvæmi manna skýrt goðsögu- lega sem félagslegt samkvæmi guðanna þar sem öl er bruggað og drukkið að sumbli. Ásum er þannig lýst, að þeir væru sumblsamir, þ. e. í ástandi þar sem ritú- el bruggun og drykkja er velferð sam- félagsins nauðsyn. Leitin að katlinum er því síður en svo hversdagslegt eða lítil- vægt atvik, heldur atburður er hefur, lílct og í gral-leitinni, lífgjöful áhrif á heim goða og manna. Týr og Þór leggja upp í för til Jötun- heima, „fyrir austan“, „at himins enda“, — týpisk för til annars heims. Áður en þeir koma til bústaðar Hymis, hitta þeir Egil, „hirði hafra“. Við sáum áður, að bústaða jötunsins í kviðunni um Kulh- wch var einnig gætt af hirði. Þetta at- riði er allalgengt í norrænum og kelt- neskum hugmyndum um annan heim, til dæmis má minnast hirðisins Eggþérs í Völuspá (14). Til samanburðar má og taka hugmyndir Grikkja um Hades (15). Egill hefur engu sérstöku hlutverki að gegna í Hymiskviðu; eigi að síður rek- umst við á hann þegar Þór fer aðra ferð til annars heims, í för hans til Utgarða- loka (16). Þetta atriði virðist benda til þess, að hirðirinn var óaðskiljanlegur hluti norrænna hugmynda um aðgang að öðrum heimi, sem hann var og meðal Kelta. Hymi er lýst sem týpískum hrímþurs, samt verður að álíta að hann sé upp- runalega vatnsdemón (17). Hymir birt- ist sem fiskimaður á sama hátt og gral- konungurinn keltneski: í raun og veru liggur þungamiðja kviðunnar í veiði- kaflanum. Hymi vatnsdemón má líkja við Nuadu eða Nodens með Keltum, en hann verður ekki skilinn nema sem gral- konungur. Heimurinn á hafsbotni er iðulega tákn fyrir annan heim: báðir ráða yfir auði (Njörður var guð auðs jafnframt því að vera guð sjávar), og á báða má líta sem heimkynni dauðans og alls kyns dularfullra hluta. En Hymir býr ekki einsamall: hann hefur konu sér til fylgdar eins og gral- konungurinn, en hún er óskapnaður með níuhundruð höfuð. Einnig fylgir honum jötunmær fögur „algollin", er veitir ás- unum tveim öl. Við höfum séð að í gral- kviðunum voru tvær konur við hirð kon- ungsins, eða reyndar ein kona tvíræð: gralberinn fagri og skassið forljóta. Hér verður að bæta við þriðju konunni eða þriðja þætti sömu konunnar. Hún er kona eða dóttir hins gestrisna húsbónda, sem stundum er gral-konungurinn sjálf- ur (eins og í Perceval) stundum jötun- hirðirinn (eins og í Kulhwch), stundum sérstök persóna (t. d. Yvain hjá Chrét- ien de Troyes (18)). Það er skylt að leiða athygli að því, að hinum ýmsu hlut- verkum gralsagnarinnar er ekki ávallt úthlutað á sama hátt: stundum kemur fyrir að ein persóna hefur á hendi fleiri en eitt hlutverk, stundum er einu hlut- TlMARITIÐ VAKI 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Vaki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.