Vaki - 01.09.1953, Side 55

Vaki - 01.09.1953, Side 55
mundur taki hring, sverð og hálsmen. öllum þessum gripum má finna stað í sérstöku samhengi sem er samhengi indó-evrópskra trúarbragða. Hér vinnst ekki tími til að lýsa öllum þeim rökum sem M. Dumézil og þeir sem fylgja honum að málum leiða að því að þjóðfélag Indó-Evrópumanna hafi byggzt á þrefaldri hlutverkaskipt- ingu (40): blótkonungurinn eða prest-höfðinginn; hermaðurinn og loks almenningur eða landbúnað- arverkamenn. Þessi skipting liggur til grundvallar erfðastéttarfyrirkomulagi því sem enn er í gildi í Indlandi og speglast í trúarbrögðum Indverja, því að þar verður fyrir okkur skýrt ein- kennd þrenning er samsvarar þrískipt- ing þjóðfélagsins. Hliðstæða þeirra inn- an germanskra trúarbragða er Uppsala- þrenningin í lýsingu Adams af Brimum (41): Óðinn seiðkonungur; Þór víga- guð; Freyr guð frjósemi og alþýðu, veraldargoð. Nú er oft vitnað til þessarar þrískipt- ingar í indó-evrópskum goðsögum, og einna algengust aðferð til þess er að koma að þrenns lconar dýrgripum eftir h lu tv erkas ki'ptingunni (42), eins og Rbas gerði indversku guðunum og álf- arnir hinum norrænu; Óðni hringinn Draupni, Þór hamarinn Mjölni, Frey Gullinbursta (43). Þetta er inntak eða gildi dýrgripanna er Hrómundur hefur á brott með sér. a. Hringurinn er tákn konungdóms- ins, eins og séð verður á gullhorninu frá Slésvík, þar sem Óðinn er sýndur hefja upp hringinn með tignarlegum hætti. Draupnir heldur og tali á tímanum, og hlýtur þar enn sérstaka ástæðu til að fylgja fyrsta lilutverkinu. b. Sverðið er eðlilega tákn hermanns- ins. Það er einn þeirra gripa er Gawain leitar í sögunni af Perceval (44). c. Hálsmenið, merki konunnar, tákn- ar frjósemi. I norrænum goðsögum er það einkum bundið við Freyju, sem köll- uð er menglöð. Er hetjan hefur eignazt alla dýrgrip- ina þrjá er það tákn þess að hann hefur komizt til fullra forráða, þar sem hann ræður nú þeim þrem öflum sem þjóð- félagið byggist á. Til er enn einn flokkur heimilda, er varpa frekara ljósi á gral-stefið í nor- rænni hefð og erfð, en það mundi krefj- ast of mikils rúms hér ef rannsaka ætti svo nokkur mynd væri á. Þær fjalla um aðgang að öðrum heimi um lindir eða eða einhverskonar vatni fyllta hella. Meðal þeirra mætti telja ævintýri Grettis og tröllkonunnar að Sandhaug- um (45) og engil-saxnesku söguna af Beowulf (46). Fjöldi heimildanna og jafnvel hið slæma ásigkomulag sem þær eru í sanna, að samband það, sem er með germanskri og keltneskri meðferð á gral-stefinu, verður ekki kennt tilviljunarkenndum lántökum, er átt hafa sér stað á víkinga- tímunum, er þessar þjóðir höfðu tölu- verð samskipti. Heldur hljóta heimildir beggja að eiga rót að rekja til sameigin- legra forfeðra, sennilegast indó-evr- ópskra í grárri forneskju. Nánar er ekki hægt að ákvarða tímaskeið þeirra þar til meiri vissa er fengin um, hvenær indó- evrópskar tungur bárust fyrst til Vestur- og Norður-Evrópu. (W. E. þýddi.) (1) Percival le Gallois ou le Conte du Graal, ed. Potvin, 6 bindi, Mons 1866—1877. (2) Queste du Saint Graal, ed. Pauphilet: Clas- sique frangais du Moyen Age, Paris, 1923. (3) M. Faral, ,,Le Cortége du Graal“ í Lumiére du Graal, ed. Nelli, Paris, 1951. TlMARITIÐ VAKI 53

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.