Vaki - 01.09.1953, Síða 57

Vaki - 01.09.1953, Síða 57
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON: LISTSÝNINGAR YETURINN 1952-3 Þegar nýjar andlegar hræringar brjótast um í lífi þjóðanna og eru um það bil að birtast segja menn: Það eru tímamót. Við skulum segja: ný lota. Sýningarveturinn 1952—53 hringir til nýrrar lotu í íslenzkri mynd- list. Þrátt fyrir illa stjórn/er látið hefur landið undan fótum okkar, þrátt fyrir gullæði af þeim sökum, þrátt fyrir blótsyrðin í munni hálf-yfirgefinna götubarna, þrátt fyrir fulla söluskála af glingri og dóti, þrátt fyrir siðleysi borg- menningar, þrátt fyrir óhemju smekk- lausa byggð og ekki sízt, þrátt fyrir óendanlega erfið skilyrði listalífs eru nýir og ljósir tímar að renna upp yfir íslenzka myndlist. Það sem undarlegra er: andspænis svörtum múr mótstreym- is og afskiptaleysis eru fulltrúar hins nýja tíma bjartsýnir, ef til vill eru brjóst þeirra fyllri af trú á framtíðina en fyrirrennara þeirra. Þeir trúa á manninn, á hinn óskemmda, dugmikla mann er vinnur að ummyndun jarðar- innar til bættra skilyrða og betra hælis, ekki sízt þann er næst þeim hrærist í hinu afskræmda hreysi: íslenzkri form- rækt. Þeir vita að undir hinu ryðbrennda yfirborði er þjóðarmálmurinn, þykkur og heill. Það voru skil í sögunni, að óbreyttum aðstæðum. Islenzk þjóð skipti um bú- skaparhætti. Of snöggt, því miður. Að stökkva eftir langa kyrrsetu hefur ekki nema eitt í för með sér. Ef ekki bein- brot eða skellu á vissa staði á líkaman- um, þá er eitt ófrávíkjanlegt: Harð- sperrur. Hinir nýju búsiðir breyttu allri formmenningu, byggð landsins og bús- hlutum í eina óendanlega harðsperru. Sjónarmiðin voru ekki ólík og hjá gull- gröfurum. Byggja í flýti hús, en feg- urð og siðir gleymdust. Hér er byggð borg í óeðlilegu hasti, íbúðarhús, stjórn- seturshús, skólar, sjúkrahús, verzlunar- hús, götur, torg, allt á aðeins fimmtíu árum. Það er kannske ekki að kynja þótt stærð, vídd og snið gleymdust, að byggingarlistin, stofn sá er aðrar list- greinar hvíla á og öll sönn menning, skyldi ekki koma í hug þeirra er byggðu hina ungu borg. Og þó. Hví skyldi vera afsökun til? Eg fæ ekki botn í þá mótbáru er kveður við til vægðar: Fátækt. Gjörið svo vel að ganga með mér nið- ur í bæ. Flest þau hús er íeyna með sér yfirlætislausu en gullnu sniði eru byggð á þeim tíma, er fátæktin límdist eins og óafrífanleg veggauglýsing við landið. Gefið yður tíma augnablik að stanza fyrir framan gaflinn á Pósthússtræti 1. Hversu mættu ekki margir hinna lærðu húsateiknara af burst þess nema fagra hrynjandi. Stóra-Sel. Nýlenda. Ána- naust. Þingholtsstræti 9. (Eg veit ekki, hvort tilhlýðilegt er að segja að hús séu myrt, en að minnsta kosti finnst mér hægt að segja, að það hafi verið stungin úr því augun hér um árið án þess að hönd væri hreyfð til mótmæla). Ef landið og við værum ekki sár, gæt- TlMARITIÐ VAKI 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Vaki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.