Vaki - 01.09.1953, Page 60

Vaki - 01.09.1953, Page 60
Eirikur Smith: Málverk, olía. að hann gerði hvorttveggja í senn: að hefja hinn hreina lit og hið klára form upp á nýtt stig, til fyrirmyndar og hvatningar fyrir þá er stuðla vilja að síungri list og um leið kemst hann eins og í samband við sitt eigið eðli og birtist sem sjálfstæður listamaður. Því miður hafa flestir hinna svokölluðu listunn- enda ekki veitt verðuga athygli þessum tvöfalda heiðri er Valtý ber: að vera tímamótamaður og um leið að gefa okk- ur ný og heillandi listaverk. Krítík? 1 fyrsta lagi er greinarstúfur þessi ekki skoðaður af höfundi sem gagnrýni held- ur sem hvatning til meðborgaranna að gefa gaum nýjum straumi í íslenzkri menningu, í öðru lagi hef eg persónulega sama og ekkert út á myndir þessar að setja nema hvað mér fannst stærðirnar í sumum þeirra helzt til jafnar og skorti þær því nokkuð innra formátak. Septembersýninguna sá eg ekki, reyndar ekki sýningu Gerðar, Valtýs og Eiríks og hljómar kannske undarlega í eyrum. En sá er munurinn að myndir þremenninganna var eg ýmist búinn að sjá og umgangast fyrr eða eftir sýn- ingartíma þeirra. Aftur á móti hef eg ekki haft tækifæri til að kynnast nema fáum mynda þeirra Septembermanna. Sleppi því öllu spjalli um þá svo um- deildu sýningu. Gerður Helgadóttir átti því fágæta láni að fagna að verða TlMARITIÐ VAKI 58

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.