Vaki

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vaki - 01.09.1953, Qupperneq 65

Vaki - 01.09.1953, Qupperneq 65
PAULÉLUARD — POST MORTEM — Við samantekt þessara brotabrota um franska Ijóðskáldið Paul Éluard er farið eftir æviágripi því, sem Louis Parrot hefur ritað framan við úrval af kvæðum skáldsins, sem út kom í lítilli bók 1945, en Parrot sá um útgáfu þeirrar bókar. Paul Éluard er fæddur 14. desember 1895 í Saint-Denis á Frakklandi. Þar og í Aulnay-sous-Bois lifði hann bernsku sína. Á ungum aldri fór hann til Parísar og byi'jaði nám í l’École Colbert, en námið varð endasleppt, því að hann veiktist og varð að leita sér heilbrigðis í fjöllum Svisslands. Þykir kenna í ásta- ljóðum hans minninga um þessa daga, snæviþakin fjöll, heiðan himin. Tvö ár var hann í Svisslandi og náði aftur heilsu sinni. En hann var ekki fyrr kominn aftur til Parísar, árið 1914, en hann varð að axla byssuna. Stríð var skollið á. Heimsstríð. í æskuljóðum skáldsins þykir þess gæta, hve mikil kynni það hafði af mannlegri eymd og niðurlægingu. Sjúk- dómar, stríð. Þessu hafði skáldið kynnzt. Louis Parrot segir í æviágripi sínu: ,,Hann hefur tekið þátt í óhamingju allra, og eins og Walt Whitman (en bók hans, Leaves of Grass, las hann aftur og aftur) getur hann sagt, að ekkert sem frá fólkinu kemur sé honum óviðkom- andi......En í fyrstu ljóðum hans fer þegar að bera á þeim tveim tilhneiging- um, sem menn munu verða varir við í öllum hans skáldskap. Jafnfi'amt því sem hann vill leitast við að segja okkur frá öllu því þunglyndi, sem að honum sækir í þessum heimi, þar sem ham- ingjan virðist hafa verið gerð útlæg, koma fram brosandi andlit í ljóðum hans. Þau koma til hans í líki götunnar, dýranna, ljóssins, og krefjast þess að vera einnig tjáð.“ Éluard gefur út fyrstu ljóðabók sína 1917, Le devoir et l’inquiétude, og árið eftir Poemes pour la Paix. Á árunum 1919 til 1924 kemur út tímarit í Frakklandi, sem predikar nýja stefnu í ljóðlist. Það er Littérature, fyrsta tímarit súrrealistanna frönsku. I það yrkja nokkrir ungir menn, sem síðan eru jafnan nefndir í sömu andrá: Paul Éluard, Aragon, Soupault, André Breton, sem stundum er kallaður upp- hafsmaður súrrealismans. Hefur Éluard látið þau orð falla um Breton, að hann sé einn þeirra manna sem bezt hafi kennt sér að hugsa. Annar maður úr hópi súrrealista er talinn hafa haft mikil áhrif á Éluard, en það er vinur hans Max Ernst, list- málari og skáld. Aðrir listmálarar koma við sögu Éluard. Þrír skulu nefndir: Pícasso, Chirico, Man Rey. Margar bækur skáldsins hefur Max Ernst myndskreytt. Einnig sömdu þeir bækur í sameiningu. Árið 1924 (sama ár og André Breton gaf út ávarp súrrealista hið fyrra) hvarf Éluard af sjónarsviðinu og enginn vissi hvað orðið hafði af honum. Sú saga komst á kreik í París, að hann væri lát- inn. Enginn, hvorki skyldmenni hans né vinir, hafði hugmynd um hvar hann TlMARITIÐ VAKI 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Vaki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.