Vaki - 01.09.1953, Side 73

Vaki - 01.09.1953, Side 73
eignast ný, heilög þristimi, jafnvel fjór- ef ekki fimmstirni, að minnsta kosti eru það þó eink- um þrír málarar, sem koma á óvart á sýningu sem þessari og á viðlíka yfirlitssýningum (sbr. sýninguna Tuttugasta öldin, sem haldin var í fyrra vor í París), en það voru þeir Fernand Léger, Juan Gris og Piet Mondrian. Það er erfitt að gera grein fyrir þvi, sem hleypir verkum þessara jötunefldu málara fram fyrir hina áður viðurkenndu. Það mætti þó orða í stuttu máli svo: Hið klassíska og stranga viðhorf þeirra, hið byggingarlega snið verka þeirra, fastari og nákvæmari form, hreinni og bjartari litir, hvoru tveggja betur fylgt eftir með alúðarfullri vinnu, þar sem engin tilgerð eða tildur kemst að, sem því miður hefur slæðst inn í svo margar nútíma- myndir í óhugnanlega ríkum mæli. Eitt hefur sýning þessi sýnt betur en nokkuð annað: Það er skeið runnið í list nútímans og nýtt að hefjast. GerSur Helgadóttir: Myndir, Sculptures, Útg.: Listsýn S/F. Um bók þessa er flest gott að segja. Ljós- myndir og prentmyndir prýðilega heppnaðar. Vel settar upp á síðumar. Góður pappír. Bókin sýnir gott yfirlit yfir listferil Gerðar (þótt stuttur sé). Lökust er forsíðan, það eina sem óprýðir. Sem sagt ágæt bók. Þakkir séu List- sýn S/F fyrir framtakið. Óskandi væri að fleiri slíkar bækur kæmu út í framtíðinni. H. Á. „íslenzk tónlistaræska44 Vaki hefur haft spurnir af nýsprottnum vísi að tónlistarsamtökum hér á landi, sem vonandi á eftir að vaxa og verða öflugur meiður. Einn af upphafsmönnum þessa fyrirtækis, en þeir eru níu talsins, allt ungir tónlistarmenn, hefur góð- fúslega skýrt okkur frá hvað um er að ræða. Upp úr síðustu styrjöld reis í Belgíu hreyfing til kynningar á klassískri tónlist meðal æsku- lýðsins, JEUNESSE MUSICALE hétu þessi sam- tök, og var öllum á aldrinum 12 til 25 ára gef- inn kostur á þátttöku. Hreyfingin breiddist skjótt til annarra landa, hliðstæð félög voru stofnuð og mynda þau nú víðtækt, alþjóðlegt samband ungra tónlistarunnenda. íslenzku samtökin, sem ráðgert er að taki til starfa einhvern tíma á næstunni, eru hugsuð sem deild af þessu alþjóða- sambandi og munu væntanlega hljóta þar upp- töku, þegar vissum skilyrðum er fullnægt. — Markmiðið er hið sama og annars staðar: efling tónlistaráhuga meðal æskulýðsins og kynning á sígildri tónlist, nýrri og gamalli. Veröur reynt að ná til sem allra flestra, haft samband við skóla og félög og freistað að koma á víðtækum tengslum æskufólks á aldrinum 12 til 30 ára. Samtökin munu framkvæma stefnuskrá sína með því að gangast fyrir konsertum, opnum almenn- ingi, en þátttakendum veittur aðgangur gegn mjög vægu verði. Þar mun ungum tónlistar- mönnum gefið tækifæri til að koma fram. Að því er veit að alþjóðasambandinu er ráð- gert að skiptast á mönnum við erlend félög. Má þá búast við, að íslendingum verði boðið út á vegum þeirra, en erlendir tónlistarmenn sæki okkur heim. Ekki er hægt að segja nánar um fyrirætlanir þeirra nímenninganna að svo stöddu, en Vaki óskar þeim allra heilla í starfinu. Þ. G. Gert er ráð fyrir að tímaritið VAKI komi út einu sinni til tvisvar á ári fyrst um sinn. Bréf og önnur erindi til ritsins skulu send til: Tímaritsins Valca, Pósthólf 156, Reykjavík, eða til ritstjóranna: Höröur Ágústsson, Skólavörðustíg 28, Reykjavík, Þorkell Grímsson, Wolfgang Edelstein Légation d’Islande, 124 Bvd. Hausmann PARIS — VlIIe. Handrit skulu helzt vélrituð. Timaritinu er ekki unnt að taka ábyrgð á þeim handritum, sem því eru send. Panta má tímaritið hjá bókaútgáfunni HELGAFELL. Forlagið tekur á móti pöntunum frá útlöndum. Reynt 'mun að hafa timaritið á boðstólum erlendis þar sem mest er um Islendinga. TlMARlTlÐ VAKI 71

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.