Vaki - 01.09.1953, Side 77

Vaki - 01.09.1953, Side 77
er fyrsta ljóð bókarinnar og eitt næstum heilt prógramm, póetískt, metafýsískt, mannlegt: Þetta ljóð finnst mér hrein túlkun hinna nýju viðhorfa: hvert orð heíur merkingu, býr yfir hugsun, fjallar um örlög mannsins, framtíð hans hlutverk og möguleika. Og allt á svo undra einfaldan og auðmjúkan hátt. (Enginn hroki: við erum eiginlega alltof óvissir til að styðja mál okkar stuðlum — þó eigum við stolt að vera menn: mannshöfuð er að vísu þungt, það er að vísu örðugt að vera maður en samt skul- um við standa uppréttir, vera menn.) Þetta hefur ekki orðið nein ,,gagnrýni“, enda er krítík, jafnvel þegar bezt lætur, sennilega alltaf hálfgerður bjarnargreiði. Þessi orð hafa frekar viijað vera forsenduskýring, tilraun til þess að lýsa stöðunni sem ungt og samvizku- samt skáld hlýtur að heyja sér í dag. Erlendis hafa ýmsir orðið til að ryðja veginn: Paul la Cour i Danmörku, Éluard og René Char í Frakklandi, svo fáir einir séu nefndir. Ef til vill má kenna áhrifa þeirra í ljóði Sigfúsar Daðasonar; ef svo er skiptir það litlu máli, Það mundi ganga kraftaverki næst ef ljóð svo ungs skálds sem velur sér jafnerfiða stöðu i jafnnýjum heimi væru algerlega gallalaus. En kostir bókarinnar, nýsköpunin sem hún hefur, veita manni lausn frá að fjalla um það til muna. Þó skal ég geta þess að ég kann ekki við dálítið kuldalegan gáska sumra ljóðanna, kann- ske að einhverju leyti i ætt við surrealismann, t. d. í Dœgurlagi. Mér finnst smíði annarra helzli kærulaus, alvaran kannske i hættu fyrir hryssingnum, lil dæmis í kaflanum Uni frelsi. Sumar myndirnar sem skáldið dregur upp eru ef til vill fullhráar, ekki alveg nógu unnar eða sjálfstæðar: „draumurinn er eins og tunglskin", „.. . augu þín ... til að drukkna í i þúsund hvíta morgna ...“. En slíkt mat er ailtaf að meira eða minna leyti smekksatriði. Eitt er víst: slík frábrigði eru sjaldgæf: þessi ljóð eru yfirleitt heilsteypt og gagnformuð, bak við þau skynjar maður þunga sannrar reynslu og kunnáttu og furðu óbilgjarnan smekk. Þau eru borin uppi af samræmdri lífsskynjun og meðvituðum skilningi persónulegum á hlutum og fyrirbærum lífs. Og það er nýlunda í skáldskap okkar. Beztu Ijóð Sigfúsar virðast mér tíma- hvörf i nýjum skáldskap á Islandi: svo fáein séu nefnd: Mannsliöfuö er nokkuö þungt, Rilke (Ekkert var sjálfsagt), Þaö hæfir manni ágæt- lega aö deyja, Eg lief viljaö tala viö yöur, Amdlit (sem rúmleysis vegna verður að nægja sem dæmi): Oft hlaut líf manna bráðan dulbúinn endi eitt kvöld, til dæmis í marz; vegir og bryggjur og fljótið í tunglskini, fleyta sem berst með straumi alian daginn, sléltur þorp og heiðar sem flýja hraðan um haf þúsunda dægra og langir ískrandi vegir: leiðin til baka og þreyttir fætur og gangstéttir allar þær götur í borg undir snjónum, hin máðu andlit í snjónum skírum skírandi snjónum, helgrimur ykkar sem renna burt með flaumnum einn dag í maí en einstaka nótt skein tunglið á ísilagt fljót. Þetta var mannslíf, ótrúlegt eins og hendur og herbergi í gististað hús sem þið funduð að morgni i þokunni: Það var allt ykkar lif. Hox-fið samt varlega á þetta nýja andlit því ef til vill á hamingjan heima þar. Hér ræður alls staðar mikil alvara. Og þar er ef til vill fólgin nýjung Sigfúsar Daðasonar: að líta á skáldskapinn sem lífs- hættu, spursmál um líf og dauða en ekki dægra- dvöl, leit að sannleik en ekki skemmtan: Þessi ljóð eru ábyrg, skáld þeirra vill ekki hopa af velli: „ég bið ekki um sálarró", segir í einu ljóðanna; svo nýjum skilningi hæfir ekki velkt form. Það er kannske eðlilegt að þessi ljóð korni illa við samvizkukaun hjá ýmsum. En það hefur enginn leyfi til að hafna þeim á grund- vellinum „æ ætli maður þekki ekki þennan atómskáldskap“. Þessi ljóð gera kröfu til þess að kafað sé ofan i þau, að þeirn veitist tækifæri til að ná tökum og föstu haldi á huga manns. Þetta er bók sem menn lesi aftur. Wi E. TlMARITIÐ VAKI 75

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.