Birtingur - 01.01.1964, Side 26

Birtingur - 01.01.1964, Side 26
hvolfið myndast við það, að flatlaga steinum er raðað í hring ofan á hring, þannig að um- mál efri hrings er aðeins minna en þess neðri, við það skarar efra steinalagið ofurlítið inn af því, sem undir er, þannig koll af kolli, unz hvolfið lokast. Á milli steinalaga er torf, og torf virðist loka toppnum, að því er bezt verður séð. Auk þess er fjárborgin þakin torfi að utan. Sums staðar, eins og á Reykjanes- skaga, var ekki haft torf á milli né yzt laga, heldur einvörðungu hlaðið úr grjóti. Jötur eru úr þunnum móbergshellum, sem stungið er lóðrétt niður í gólf og mold höfð í milli veggjar og þeirra upp á hálfa hellu til að styðja við hana og mynda jötuna. Fjárhús þessi hafa haft þann stóra kost, að ekkert þurfti af timbri í þau nema í hurðarhlera. Vigfús Guðmundsson telur í bók sinni, Keld- ur á Rangárvöllum, að fjárborgir hafi mjög komizt í tízku á seinni hluta nítjándu aldar. Ekkert skal fullyrt um það, enda órannsakað mál, hitt er víst, þótt byggingaraðferð þessi hafi náð vinsældum í Rangárþingi á seinustu öld, þá er hún engan veginn ný af nálinni. Hitt mun sanni nær, að við stöndum frammi fyrir eldfornu byggingarlagi, jafnvel allt frá því á steinöld. Forverar norrænnna manna á eyjunum fyrir Skotlandsströndum reistu sér hús með slíkum hætti, sem ganga reyndar undir líku nafni og hér um slóðir, „burg“ eru þau nefnd þar enn þann dag í dag.Á ír- landi munu vera hús til frá því fyrir land- námstíð, sem mjög líkjast íslenzku fjárborg- unum að sniði, byggingarlagi og efnisgerð, forn skýli einsetumanna. Við skulum bera eitt slíkt saman við fjárborg af Suðurnesjum, sem Daniel Bruun höfuðsmaður tók mynd af rétt um aldamótin síðustu og sjá hve h'kingin er augljós. Ekki er fráleitt að spyrja af þvi til- efni: Hefur fjárborgarlagið verið á húsum þeim, er Papar hafa reist hér á landi fyrir komu norrænna manna? Margt væri ólíklegra. Önnur spurning: Er ekki hugsanlegt, að orðið skáli hafa fengið merkingu sína af hvelfdu lagi fjárborgarinnar? Seinna, þegar híbýli for- feðra okkar stækkuðu fyrir tilkomu nýrrar byggingartækni, hefur þó nafnið haldizt, sam- anber orðið baðstofa, sem í upphafi þýddi stofa, þar sem menn tóku sér bað, en breyttist smátt og smátt í íveruhús vegna ytri aðstæðna: eldiviðarskorts. Væri ekki rétt af Rangæingum, reyndar Is- lendingum öllum skylt, að varðveita eins og eitt dæmi slíks fágætis? Mér er ekki kunnugt um, að til sé í veröldinni utan Skotlands og íslands hús á borð við fjárborgina íslenzku. Hér er auk þess ein sönnun í viðbót fyrir þeirri staðhæfingu minni, að íslendingar eigi sér merkilegri byggingarlistarhefð en þá grun- 24 BIRTINGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.