Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 26
hvolfið myndast við það, að flatlaga steinum
er raðað í hring ofan á hring, þannig að um-
mál efri hrings er aðeins minna en þess
neðri, við það skarar efra steinalagið ofurlítið
inn af því, sem undir er, þannig koll af kolli,
unz hvolfið lokast. Á milli steinalaga er torf,
og torf virðist loka toppnum, að því er bezt
verður séð. Auk þess er fjárborgin þakin torfi
að utan. Sums staðar, eins og á Reykjanes-
skaga, var ekki haft torf á milli né yzt laga,
heldur einvörðungu hlaðið úr grjóti. Jötur
eru úr þunnum móbergshellum, sem stungið
er lóðrétt niður í gólf og mold höfð í milli
veggjar og þeirra upp á hálfa hellu til að
styðja við hana og mynda jötuna. Fjárhús
þessi hafa haft þann stóra kost, að ekkert
þurfti af timbri í þau nema í hurðarhlera.
Vigfús Guðmundsson telur í bók sinni, Keld-
ur á Rangárvöllum, að fjárborgir hafi mjög
komizt í tízku á seinni hluta nítjándu aldar.
Ekkert skal fullyrt um það, enda órannsakað
mál, hitt er víst, þótt byggingaraðferð þessi
hafi náð vinsældum í Rangárþingi á seinustu
öld, þá er hún engan veginn ný af nálinni.
Hitt mun sanni nær, að við stöndum frammi
fyrir eldfornu byggingarlagi, jafnvel allt frá
því á steinöld. Forverar norrænnna manna á
eyjunum fyrir Skotlandsströndum reistu sér
hús með slíkum hætti, sem ganga reyndar
undir líku nafni og hér um slóðir, „burg“
eru þau nefnd þar enn þann dag í dag.Á ír-
landi munu vera hús til frá því fyrir land-
námstíð, sem mjög líkjast íslenzku fjárborg-
unum að sniði, byggingarlagi og efnisgerð,
forn skýli einsetumanna. Við skulum bera
eitt slíkt saman við fjárborg af Suðurnesjum,
sem Daniel Bruun höfuðsmaður tók mynd af
rétt um aldamótin síðustu og sjá hve h'kingin
er augljós. Ekki er fráleitt að spyrja af þvi til-
efni: Hefur fjárborgarlagið verið á húsum
þeim, er Papar hafa reist hér á landi fyrir
komu norrænna manna? Margt væri ólíklegra.
Önnur spurning: Er ekki hugsanlegt, að orðið
skáli hafa fengið merkingu sína af hvelfdu
lagi fjárborgarinnar? Seinna, þegar híbýli for-
feðra okkar stækkuðu fyrir tilkomu nýrrar
byggingartækni, hefur þó nafnið haldizt, sam-
anber orðið baðstofa, sem í upphafi þýddi
stofa, þar sem menn tóku sér bað, en breyttist
smátt og smátt í íveruhús vegna ytri aðstæðna:
eldiviðarskorts.
Væri ekki rétt af Rangæingum, reyndar Is-
lendingum öllum skylt, að varðveita eins og
eitt dæmi slíks fágætis? Mér er ekki kunnugt
um, að til sé í veröldinni utan Skotlands og
íslands hús á borð við fjárborgina íslenzku.
Hér er auk þess ein sönnun í viðbót fyrir
þeirri staðhæfingu minni, að íslendingar eigi
sér merkilegri byggingarlistarhefð en þá grun-
24
BIRTINGUR