Birtingur - 01.01.1964, Síða 28
una, þótt ekki hafi ég getað gengið úr skugga
um það.
í bók Eyjólfs frá Hvoli, Afiogamma segirmeð-
al annars frá hlöðubyggingu Ólafs Högnason-
ar í Eyjarhólum: „Loksins stóð heyhlaða þessi
alsköpuð upp á hæsta hólbarðinu strýtumynd-
uð og hækkuð um 2 álnir frá jörð, svo að hún
var 7 álna djúp og átti að rúma 100—150 hesta.
Hún gaf hólnum myndarlegan svip og reynd-
ist hið bezta, svo að upp frá þessu tóku flestir
bændur upp á því að byggja sams konar hlöð-
ur og fengu Ólaf til þeirra verka. .. . Hafði
hann þá ferðazt alla leið út í Fljótshlíð til
slíkra framkvæmda og austur í Skaftártungu,
kom mönnum á að kljúfa grjót með fleygum
og hellu til að þekja með. Mátti segja, að um
1850 væru þannig lagaðar strympuhlöður á
hverjum bæ í Mýrdal, þar sem nokkur atorka
var, og víðar undir Eyjafjöllum." Hér höfurn
við að öllum líkindum byggingarmeistara
hlöðunnar á Eystri-Skógum, hún er því ærið
gömul orðin af torfhúsi að vera eða vart yngri
en 120 ára. Til er mynd úr safni Daniels
Bruun, sem sýnir hringlaga hlöðu frá Rangá
á Héraði, einnig höfum við daemi um hring-
laga afhýsi, sem vel gæti verið hlaða, frá upp-
greftrinum á Lundi, sem ekki er með vissu
tímasettur, en að sjálfsögðu mun eldri en
hlöður þær, sem nú eru til umræðu. Gerð
þaksins er þó örugglega með eindæmum á
hlöðunni á Eystri-Skógum, hvort sem það er
verk Ólafs eða einhvers annars, því að auð-
sætt er, að hlaðan á Rangá er með fjárborgar-
lagi. Þess má geta að lokum, að Ólafur er al-
inn upp á Eystri-Skógum og hefur búskap þar,
og styður það enn þá tilgátu, að hann sé höf-
undur hlöðunnar. Hann mun vera fæddur
árið 1791 og dáinn 1869. Þórður safnvörður
Tómasson tjáir mér, að til séu tvær hlöður á
Eystri-Skógum, ein í Drangshlíð að veggjum
einunigs uppistandandi, á hlaðinu á Dalseli
undir Eyjafjöllum er rúst af borghlaðinni
hlöðu, sú hefur verið hlaðin úr hnaus. í Ytri-
Skógum var ein slík hlaða og jöfnuð við jörð,
þegar Skógaskóli var reistur.
Fyrst minnzt var á Þórð Tómasson frá Vallna-
túni, væri ekki úr vegi að benda alþjóð á,
hvílíkt þjóðþrifastarf Þórður hefur unnið með
söfnun gamalla muna á byggðasafn héraðsins
við Skógaskóla, auk þjóðháttasöfnunar, sem
komandi kynslóðum verður ómetanlegur
fengur að.
Telji ég upp það, sem fyrir sjónir ber: eld-
land, sandland, vatnsland og reyni að fella í
orð, hindrar andstreymi hugans, líkt og vind-
urinn áðan fossinn að falla til jarðar. Lfti ég
upp, út, get ég hvort tveggja reynt, að horfa
með augunum luktum eða opnum: séð landið
hrjúfa en fislétta skel á hverfandahveli, bergið
26
BIRTINGUR