Birtingur - 01.01.1964, Side 31

Birtingur - 01.01.1964, Side 31
draumurinn gæti ekki allt eins verið veru- leiki og veruleikinn draumur, hugarsýn meiri en margur hyggur. Er jökullinn þarna, til dærnis, ískaldur freri á nöturlegu berggrýti eða annarra heima goðastallur? Hugsazt gæti einnig, að hann væri fleygur, sem skýzt fram- undan móbrúnni ferhyrnu Núpsins að kljúfa haf frá himni, gnúpurinn grjóthlass eða sam- ofnar andlitsmyndir, formfans, litaflóð storknað fyrir stuttu hér fyrir handan bæjar- sundið á Núpsstað, þar sem ég ligg í hlýju grasi og virði fyrir mér örstutt lífsskeið: Ský, sem er að fæðast á glerbláum hirnni fyrir of- an fellið og deyr að stundu liðinni. Eg hygg, að fáir bæir á íslandi hafi oftar kom- ið á mynd í bókum en Núpsstaður í Fljóts- hverfi. Stafar það sjálfsagt af því, að þar hef- ur löngum verið áfangastaður ferðamanna, umhverfi staðarins mikilfenglegt og fólkið, sem þar bjó gestrisið og eftirminnilegt. Mynd- ir þessar veita einstakt tækifæri að fylgjast með myndbreytingu íslenzka torfbæjarins frá miðri 19. öld eða nánar tiltekið frá 1836, að Auguste Meyer teiknari Gaimard dró mynd af bænum, og þar til í dag, að hægt er um vik að styðja á loka ljósmyndavélarinnar, en Dan- iel Bruun tók mynd á Núpsstað 1902 og Gust- av Funk, þýzkur verkfræðingur um 1920. Ekki verður reynt að gera fulla grein fyrir þróun þessari, það yrði of langt mál, en í stað þess bregð ég á blaðsíðuna þessum myndum í aldursröð lesendum til gamans. Enn sem fyrr er Núpsstaður áfangastaður, réttara væri að segja endastöð, því að far- kostur ferðamanna nú á dögum, bifreiðin, bannar þeim að halda á Skeiðarársand, og enn sem fyrr er myndað á Núpsstað, því að þar er ef til vill fleira forvitnilegra húsa fornra en víðast hvar annars staðar á íslandi. Fyrst skal frægt telja, bænhúsið, minnsta guðshús á landi hér. Það er í vörzlu þjóð- minjavarðar, var gert upp fyrir nokkrum ár- um; stóð Gísli Gestsson safnvörður fyrir því, og vísa ég til ágætrar greinar hans um það og sögu hússins í Árbók fornleifafélagsins, en það mun að mestu leyti vera frá því á 17. öld, er þá með elztu húsum hérlendis. Þá er á Núpsstað hlaða ein með fornu lagi, þríása með vagli og stöfum. Mun ég ræða um húslag þetta hér á eftir. Útieldhús gamalt er þarna að húsabaki, smiðja, skemrna og hjallur snúa fram á hlað eins og verið hefur um aldaraðir, öll í notkun ennþá. Hús þessi sjást greinilega á ljósmynd Daniels Bruun frá 1902. Forvitnilegast þótti mér þó hesthús eitt, sem stendur í túnjaðrinum. Ekki er fjarri lagi að láta sér í hug koma sel Helga Harðbeinsson- ar, sem segir frá í Laxdælu: „Selit var gert um einn ás, og lá hann á gaflhlöðum, og stóðu kiktingur 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.