Birtingur - 01.01.1964, Page 31
draumurinn gæti ekki allt eins verið veru-
leiki og veruleikinn draumur, hugarsýn
meiri en margur hyggur. Er jökullinn þarna,
til dærnis, ískaldur freri á nöturlegu berggrýti
eða annarra heima goðastallur? Hugsazt gæti
einnig, að hann væri fleygur, sem skýzt fram-
undan móbrúnni ferhyrnu Núpsins að kljúfa
haf frá himni, gnúpurinn grjóthlass eða sam-
ofnar andlitsmyndir, formfans, litaflóð
storknað fyrir stuttu hér fyrir handan bæjar-
sundið á Núpsstað, þar sem ég ligg í hlýju
grasi og virði fyrir mér örstutt lífsskeið: Ský,
sem er að fæðast á glerbláum hirnni fyrir of-
an fellið og deyr að stundu liðinni.
Eg hygg, að fáir bæir á íslandi hafi oftar kom-
ið á mynd í bókum en Núpsstaður í Fljóts-
hverfi. Stafar það sjálfsagt af því, að þar hef-
ur löngum verið áfangastaður ferðamanna,
umhverfi staðarins mikilfenglegt og fólkið,
sem þar bjó gestrisið og eftirminnilegt. Mynd-
ir þessar veita einstakt tækifæri að fylgjast
með myndbreytingu íslenzka torfbæjarins frá
miðri 19. öld eða nánar tiltekið frá 1836, að
Auguste Meyer teiknari Gaimard dró mynd af
bænum, og þar til í dag, að hægt er um vik
að styðja á loka ljósmyndavélarinnar, en Dan-
iel Bruun tók mynd á Núpsstað 1902 og Gust-
av Funk, þýzkur verkfræðingur um 1920.
Ekki verður reynt að gera fulla grein fyrir
þróun þessari, það yrði of langt mál, en í stað
þess bregð ég á blaðsíðuna þessum myndum
í aldursröð lesendum til gamans.
Enn sem fyrr er Núpsstaður áfangastaður,
réttara væri að segja endastöð, því að far-
kostur ferðamanna nú á dögum, bifreiðin,
bannar þeim að halda á Skeiðarársand, og
enn sem fyrr er myndað á Núpsstað, því að
þar er ef til vill fleira forvitnilegra húsa
fornra en víðast hvar annars staðar á íslandi.
Fyrst skal frægt telja, bænhúsið, minnsta
guðshús á landi hér. Það er í vörzlu þjóð-
minjavarðar, var gert upp fyrir nokkrum ár-
um; stóð Gísli Gestsson safnvörður fyrir því,
og vísa ég til ágætrar greinar hans um það
og sögu hússins í Árbók fornleifafélagsins, en
það mun að mestu leyti vera frá því á 17. öld,
er þá með elztu húsum hérlendis.
Þá er á Núpsstað hlaða ein með fornu lagi,
þríása með vagli og stöfum. Mun ég ræða
um húslag þetta hér á eftir. Útieldhús gamalt
er þarna að húsabaki, smiðja, skemrna og
hjallur snúa fram á hlað eins og verið hefur
um aldaraðir, öll í notkun ennþá. Hús þessi
sjást greinilega á ljósmynd Daniels Bruun frá
1902.
Forvitnilegast þótti mér þó hesthús eitt, sem
stendur í túnjaðrinum. Ekki er fjarri lagi að
láta sér í hug koma sel Helga Harðbeinsson-
ar, sem segir frá í Laxdælu: „Selit var gert
um einn ás, og lá hann á gaflhlöðum, og stóðu
kiktingur
29