Birtingur - 01.01.1964, Side 34

Birtingur - 01.01.1964, Side 34
anir þekkja er ótrúlega keimlíkt að uppbygg- ingu hlöðunum í Öræfum. Japanir kalla þessa elztu húsagerð sína „tateana". Við sjáum fjóra stafi rekna ofan í jörðina, tvo ása og bita, sem bera uppi þekju hússins. Raunar má segja, að bygging þessi sé þríása. því að kjöltréð, þótt grennra sé og ekki borið uppi af vöglum, er þriðji ásinn. Að vísu standa stafirnir á hlöðunum margumtöluðu á stoð- arsteinum, en eru ekki grafnir niður. Bæði er það, að við höfum mörg dæmi um stoðar- holur í fornum rústum íslenzkum og nor- rænum, eins er hitt, að enn standa eða hafa staðið til skamms tíma (ómögulegt er að vita, hvenær og hvar markverð menningarverð- mæti eru rifin á íslandi nú á dögum) mann- virki hérlendis, sem svo eru gerð, og á ég þar við hákarlshjalla á Ströndum. Ef litið er á meðfylgjandi mynd af hjalli frá Finnboga- stöðum í Trékyllisvík, þá verður líkingin með honum og tateanagrindinni enn meiri, stoð- irnar grafnar í jörð, skástoðir og bitakeflin liggja ógrópuð á ásana. Það er mikla sögu að segja frá ætt þeirri, sem vaxin er upp af „tateana“-kofanum. í Japan sem í Noregi þróaðist smátt og smátt einhver fullkomnasta timbur- og stafsmíð, sem veröldin þekkir og það sem meira er: hún hafði seinna drjúg áhrif á byggingarlist nútímans, því að tveir lærifeður hennar, Frank IJoyd Wright og Richard Neutra, lærðu mikið af japanskri húsagerð. Það er kynlegt til þess að vita, að „villurnar“ sumar hér í útjaðri bæjarins skuli á vissan hátt vera afkomendur hákarlshjalla á Ströndum. Fleira er forvitnilegra húsa í Öræfum, þótt mér hafi orðið tíðrætt um hlöðurnar þar. Nefna vil ég fyrst Hofskirkju, eitt dæmi af fimm torfkirkjum, sem enn standa uppi á Islandi, ágætt sýnishorn. Hún er reist árið 1884 af Páli Pálssyni, sem kallaður var jökull, sigldur srniður og nýjungamaður á sinni tíð, bæði um stíl og tækni. Jón Stefánsson í Skafta- felli tjáði mér, að Páll hefði fyrstur manna notað strikhefla í Öræfum. Vert er að gefa því gaum, hversu vel honum hefur tekizt að koma bursthyrnunni fyrir, ofan við glugga og hurð, en þar er um nýjung að ræða í stíl á þeim tíma. Var ekki sú glufa í vegg, að ekki væri kórónuð með gríska hofstafninum, höfuð- uðeinkenni nýklassíkur. Hér er höfundarmark Páls og af því getum við ráðið af gömlum ljós- myndum, að hann hefur smíðað víðar í austur- og vestursýslunni, svo sem að Sandfelli, Svína- felli og Núpsstað. Hofskirkja var gerð upp undir handleiðslu þjóðminjavarðar 1954 og er húsinu vel við haldið, Öræfingum til sóma. Eina athugasemd vil ég þó gera: Litir að ut- an eru ekki sannfærandi, grænar vindskeið- ar við grasið á þekjunni fara illa saman að 32 BIRTINGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.