Birtingur - 01.01.1964, Page 48

Birtingur - 01.01.1964, Page 48
ATLI HEIMIR SVEINSSON: SONORITIES EFTIR MAGNÚS BLÖNDALJÓHANNSSON HUGLEIÐINGAR UM VERKIÐ OG HÖFUNDINNN I Saga íslenzkrar tónlistar er hvorki löng né fjölskrúðug. Ýmsir hafa að vísu borið það við að kompónera á liðnum áratugum en getu- og kunnáttuleysi íslenzkra tónsmiða er vægast sagt átakanlegt. Tónskáld okkar af eldri kyn- slóðinni hafa eytt ævi sinni í að útvatna þýzka 19. aldar rómantík, sem danskir kollegar þeirra höfðu útþynnt eftir mætti á undan þeim. Kannske hafa þessir ágætu menn haldið að þeir væru að vinna eins og „gömlu meistar- arnir“, en verk þeirra eru aðeins yfirborðsleg- ar kopíur á stíl hinna látnu þýzku tónskálda. Okkar menn hafa ekki komizt nálægt því að vinna í þeim framsækna og byltingarkennda anda; sem einkennir öllu framar hina þýzku rómantík. Eina undantekning þessarar kynslóðar er Jón Leifs, sérkennilegur, kraftmikill og frumlegur listamaður, sem gnæfir einn himinhátt upp úr flatneskju íslenzkrar tónlistar frá þessum árum. En á þessum seinustu og verstu tímum hafa komið fram nokkur ung tónskáld, sem bera af eldri kollegum sínum eins og gull af eiri; ungir menn með góða menntun í sínu fagi, og vonandi á það fyrir þeim að liggja að gera íslenzka tónlist að lifandi manna landi. II Magnús Blöndal Jóhannsson er að ýmsu leyti sérkennilegastur í þessum hópi yngri tón- skálda. Hann hefur gert sér gleggri grein fyrir sögulegri þróun tónlistar en flestir hér, og hagað sér samkvæmt því. Hann hefur einnig fylgzt betur með því, sem hefur verið að ger- ast á tónlistarsviðinu en flest önnur tónskáld hérlendis, og fært sér í nyt ýmsar þær nýjungar og almennar uppgötvanir sem gerðar hafa ver- ið á seinustu árum, án þess að hafa apað eftir einum né neinum. Það er orðið nauðsynlegt öllum tónskáldum að fylgjast nákvæmlega með öllum nýjungum, sem skjóta upp kollinum og taka afstöðu til þeirra. Þeir gömlu góðu dagar, þegar tónskáld þurftu lítið annað að gera en láta sér detta í hug nothæf stef og vinna síðan úr þeim á þann hátt, sem þeir höfðu lært á unga aldri, eru löngu liðnir. Núna er það jafn nauðsyn- legt tónskáldum og þeim sem fást við raun- vísindi að fylgjast vel með í sínu fagi og láta ekkert fara fram hjá sér. Magnús varð fyrstur allra íslenzkra tónskálda að fást við mörg þau vandamál sem efst hafa verið á baugi seinustu ár. Hann varð fyrstur hérlendra manna að vinna á grundvelli seríu- tækninnar, beizla tilviljunina, nota rúmið sem formeigind, og hefur auk þess verið braut- ryðjandi í sköpun elektróniskrar tónlistar hér 44 BIRTINGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.