Birtingur - 01.01.1964, Síða 48
ATLI HEIMIR SVEINSSON: SONORITIES EFTIR MAGNÚS
BLÖNDALJÓHANNSSON
HUGLEIÐINGAR UM VERKIÐ OG HÖFUNDINNN
I
Saga íslenzkrar tónlistar er hvorki löng né
fjölskrúðug. Ýmsir hafa að vísu borið það við
að kompónera á liðnum áratugum en getu- og
kunnáttuleysi íslenzkra tónsmiða er vægast
sagt átakanlegt. Tónskáld okkar af eldri kyn-
slóðinni hafa eytt ævi sinni í að útvatna þýzka
19. aldar rómantík, sem danskir kollegar þeirra
höfðu útþynnt eftir mætti á undan þeim.
Kannske hafa þessir ágætu menn haldið að
þeir væru að vinna eins og „gömlu meistar-
arnir“, en verk þeirra eru aðeins yfirborðsleg-
ar kopíur á stíl hinna látnu þýzku tónskálda.
Okkar menn hafa ekki komizt nálægt því að
vinna í þeim framsækna og byltingarkennda
anda; sem einkennir öllu framar hina þýzku
rómantík.
Eina undantekning þessarar kynslóðar er Jón
Leifs, sérkennilegur, kraftmikill og frumlegur
listamaður, sem gnæfir einn himinhátt upp
úr flatneskju íslenzkrar tónlistar frá þessum
árum.
En á þessum seinustu og verstu tímum hafa
komið fram nokkur ung tónskáld, sem bera
af eldri kollegum sínum eins og gull af eiri;
ungir menn með góða menntun í sínu fagi,
og vonandi á það fyrir þeim að liggja að gera
íslenzka tónlist að lifandi manna landi.
II
Magnús Blöndal Jóhannsson er að ýmsu leyti
sérkennilegastur í þessum hópi yngri tón-
skálda. Hann hefur gert sér gleggri grein fyrir
sögulegri þróun tónlistar en flestir hér, og
hagað sér samkvæmt því. Hann hefur einnig
fylgzt betur með því, sem hefur verið að ger-
ast á tónlistarsviðinu en flest önnur tónskáld
hérlendis, og fært sér í nyt ýmsar þær nýjungar
og almennar uppgötvanir sem gerðar hafa ver-
ið á seinustu árum, án þess að hafa apað eftir
einum né neinum.
Það er orðið nauðsynlegt öllum tónskáldum
að fylgjast nákvæmlega með öllum nýjungum,
sem skjóta upp kollinum og taka afstöðu til
þeirra. Þeir gömlu góðu dagar, þegar tónskáld
þurftu lítið annað að gera en láta sér detta í
hug nothæf stef og vinna síðan úr þeim á
þann hátt, sem þeir höfðu lært á unga aldri,
eru löngu liðnir. Núna er það jafn nauðsyn-
legt tónskáldum og þeim sem fást við raun-
vísindi að fylgjast vel með í sínu fagi og láta
ekkert fara fram hjá sér.
Magnús varð fyrstur allra íslenzkra tónskálda
að fást við mörg þau vandamál sem efst hafa
verið á baugi seinustu ár. Hann varð fyrstur
hérlendra manna að vinna á grundvelli seríu-
tækninnar, beizla tilviljunina, nota rúmið sem
formeigind, og hefur auk þess verið braut-
ryðjandi í sköpun elektróniskrar tónlistar hér
44
BIRTINGUR