Birtingur - 01.01.1964, Qupperneq 65
JEAN-PAUL SARTRE
IJýtt, stytt og endursagt af Bryndísi Schram
Jean-Paul Sartre er án efa ófranskastur nú-
tímahöfunda franskra; hann er púrítanskur
og lítt umburðarlyndur, rómantískur og til-
finningaör; iðjusemi hans og dálæti á altæk-
um, háspekilegum hugmyndakerfum sver sig
frekar í ætt við Þjóðverja. Sartre nýtur geysi-
niikilla áhrifa heima fyrir sem menningarleg-
ur leiðtogi, og einkum á hann miklu fylgi að
fagna meðal æskufólks fyrir hin róttæku lífs-
viðhorf sín.
Sú heimspekistefna, sem Sartre hefur tileink-
að sér, er existensíalisminn. Strax sem ungur
nraður varð hann fyrir miklum áhrifum frá
Emmanuel Mouniér og þó frekar frá Husserl
og Heidegger í Þýzkalandi. Fyrir stríð gaf
nann út nokkrar skáldsögur og heimspekirit.
Skáldsagan La Nausée náði mestum vin-
sældum af þessum fyrstu verkum hans.
Sú bók er á engan hátt skrifuð í pólitískum
anda, en aftur á móti kemur heimsskoðun
Sartres þar skýrt fram. Þar birtist allt það
f>ezta, sem existensíalisminn hefur fram að
bjóða; þar nær Sartre lengst í list sinni.
f^ókin er skrifuð í dagbókarformi. Höfuðper-
sónan nefnist Antoine Roquentin, búsettur í
borginni Bouville í Normandí, þar sem hann
er að vinn að ævisögu markgreifans af Rolle-
bon og getur grúskað í handritasafni hans,
Sem er geymt þar í bæ. I fljótu bragði gæti
Vlrzt, að Roquentin væri frjálsastur allra
frjálsborinna manna; þrítugur að aldri, þokka-
lega efnum búinn, ókvæntur; engin fjöl-
skyldubönd hefta frelsi hans. Hann þarf ekki
að stunda fasta atvinnu og er því öllum óháð-
ur. Hann hefur haft tækifæri til þess að skoða
sig um í heiminum og getur setzt að, hvar sem
honum þóknast. Við mundum kalla slíkan
mann frjálsan, en snar þáttur í röksemda-
færslu bókarinnar er að sanna, að Roquen-
tin sé maður ófrjáls. Hann er einungis óháð-
ur, tengslalaus, en ein meginskoðun Sartres
er sú, að óhæði (dégagement) sé aðeins
skopstæling á frelsinu, í rauninni nokkurs
konar flótti.
Augsýnilega er Roquentin ekki hamingju-
sarnur maður (upphaflega hét bókin Melan-
cholia); hann á enga vini, enginn skrifar
honum. Hann á eingöngu viðræður við fólk,
sem hann hittir á förnum vegi. Kynferðislíf
hans byggist á ófullnægjandi daðri við veit-
ingakonu kaffihússins, sem hann sækir stund-
um. Dagarnir líða í deyfð og drunga,
hann er stöðugt hrjáður af ógleði, svirna,
kvíðakennd og hvers kyns taugaspennu, en
þetta ástand er, samkvæmt kenningum Sar-
tres, miklu frekar tákn um náið samband við
háspekiveruleikann en venjuleg sálartruflun.
Tilveran verður Roquentin stöðugt óbæri-
legii, og því óbærilegri sem hún verður hon-
um, því meir nálgast hann það að skynja hið
111 Rt i n c u R
61