Birtingur - 01.01.1964, Page 67
neitun á kenningum Newtons; lögmál vís-
inda, eða náttúrunnar, eru ekki óbrigðul. Hið
ókomna rennur ekki áreiðanlega í sama far-
veg og hið liðna. Hin ytri náttúra hlítir viss-
um lögmálum, en það er ekkert óskeikult
orsakasamband milli hlutanna. Vísindalög-
málin eru ekki óhjákvæmileg á sama hátt
og í stærðfræði eða rökfræði. Þau eru
byggð á statistisku samræmi. Og þar sem
þau eru háð tilviljunum, vilja þau stundum
bregðast og þarfnast þá endurskoðunar.
Ef til vill mun sumum finnast harla lítil
ástæða til að fjargviðrast út af öðru eins, hvað
þá verða gripinn hrifningaræði. En svo er
ekki víst, að allir kunni að meta skoðanir
Roquentins, eða öllu heldur Sartres. í augum
Roquentins skiptir háspekin öllu máli. Og í
veröld, þar sem allt byggist á tilviljunum, er
hann öryggislaus. Hann segir við sjálfan sig:
..Ef þessu er þannig farið, þá skiptir mig
engu þótt tunga mín taki t. d. á sig mynd
margfætlu." Um leið og hann hugsar slíkt,
er hann eingöngu að styðja ógeðfelldan grun
sinn. í rauninni ætti allt að vera hugsanlegt
eða mögulegt í veröld, sem hlítir ekki óhjá-
kvæmilegum lögmálum, en á hinn bóginn er
það fjarstæða, jafnvel sjúkleg ímyndun, að
tungan verði að margfætlu í umhverfi, þar
Sem allt lýtur sömu reglum og rennur um
sama farveg.
Með því að halda þessu fram, mæli ég ef til
vill um of máli skynsemistefnunnar. Existens-
íalisminn byggist aftur á móti meira á tilfinn-
ingunum, er meir í ætt við rómantíkina, í
rauninni á hann upptök í trúarlegum hug-
myndum. Fyrsti existensíalistinn Kierkegaard,
var mikill trúmaður, og hann hélt því fram,
að gildi trúarbragða væri ekki að finna í
skynsamlegum röksemdafærslum, heldur að-
eins í angist syndarans, sem finnur ekki guð
sinn. Mörgum kristnum mönnum er sú til-
hugsun óbærileg, jafnvel skelfileg, að hrærast
í veröld, sem á engan himneskan alföður að.
Líðan Roquentins er ekki ólík líðan slíkra
manna. Sartre er guðleysingi, en ekkert er
honum auðskildara en þrá manna eftir guði;
hans skoðun er sú, að maðurinn verði að læra
að lifa án þess nokkru sinni að fá þeirri þrá
fullnægt.
í fyrirlestri, sem nefndist „Existensíalismi
er húmanismi", segir Sartre svo:
„Existensíalisminn er í sterkri andstöðu gegn
vissri tegund veraldlegs móralisma, sem leit-
ast við að bæla niður hugmyndina um guð á
sem fyrirhafnarminnstan hátt. Um 1880, þeg-
ar franskir prófessorar lögðu sig í líma við að
setja fram reglur fyrir veraldlegu siðferði, þá
mæltist þeim eitthvað þessu líkt — „guð er
fánýt og kostnaðarsöm tilgáta; þar af leiðandi
afneitum við honum. . . . Ekkert breytist, þótt
k I RTl N GUR
63