Birtingur - 01.01.1964, Síða 68
við afneitum tilveru guðs; mennirnir eru
jafn heiðvirðir eða óheiðvirðir, þróúnin held-
ur áfram óröskuð, mannkynið dafnar og deyr;
við erum laus við hugmyndina um guð á
sama hátt og einhverja úrelta tilgátu, í.em
lognast hljóðlega út af af sjálfu sér.“
Existensíalistinn neitar á hinn bóginn ekki til-
veru guðs, því að um leið og hann afneitar
honum, eru úr sögunni öll líkindi til þess að
finna einhver gildi í ósýnilegu himnaríki. Við
getum ekki lengur sagt að eitthvað sé gott
a priori.
Þessi djúpstæða hugmynd um tilveruleysi
guðs er rauði þráðurinn í heimspeki Sartres.
Hún skýrir einangrun Roquentins, einveru
hans og ótta. En þegar Roquentin hefur lært
að umbera örvæntingu sína og horfast í augu
við þá staðreynd, að hann lifi í guðlausri og
ónewtonskri veröld, finnur hann samt sem áð-
ur eina ómetanlega huggun. Ef tilveran bygg-
ist á tilviljunum, þá er hún jafnframt frjáls,
óháð; framtíðin er opin, óþekkt; enginn er
þræll hins liðna. „Allt er frjálst," segir hann
við sjálfan sig, „garðurinn, borgin, ég sjálfur."
Hér verður aftur á vegi okkar ein af megin-
skoðunum Sartres. Maðurinn er frjáls. Eng-
inn veit sína ævi fyrr en öll er. Og einmitt
vegna þess að maðurinn er frjáls, er hann
ábyrgur fyrir því, sem hann er og því sem
hann gerir. Hann er ekki bara skrúfa í vél,
hlekkur í keðju, brúða eða vélmenni; hann
ræður sér sjálfur; og einmitt þess vegna er
hann einn ábyrgur fyrir sjálfum sér. Þess
vegna er það, að skirrast við að gerast ábyrgur,
afsal frelsisins, en ekki staðfesting á því, sam-
kvæmt kenningum Sartres. Maður getur ekki
skotið sér undan ábyrgðinni. Þeir, sem leitast
við að sneiða hjá henni, blekkja eingöngu
sjálfa sig; þeir gera sig seka um það, sem
Sartre nefnir sjálfsblekkingu (mauvaise-foi).
Þegar við kynnumst Roquentin fyrst í upp-
hafi bókarinnar La Nausée, er hann á sjálfs-
blekkingarstiginu, en er við skiljum við hann,
hefur hann öðlazt ofurlitla sjálfsþekkingu.
Það er erfitt að gera sér í hugarlund, hvernig
svo stórfelldar breytingar geti átt sér stað í
svo stuttri frásögn sem La Nausée. En Sartre
trúir statt og stöðugt á hæfileika manna til
skoðanaskipta (conversion). Skoðanaskipti
Roquentins verða mjög skyndilega, er hann
þykist hafa fundið takmark til að lifa fyrir.
Þar sem allt er tilviljunum háð, eða fjar-
stæðukennt, eins og Sartre kemst stundum að
orði, er það augljóst mál, að hvorki guð né
náttúran skapar manni tilgang í lífinu. Hver
og einn verður að ráða það við sjálfan sig.
Roquentin finnur þennan tilgang í bók-
menntum. Dag einn situr hann og hlustar á
ameríska jazz-plötu; hann ímyndar sér Gyð-
inginn, þar sem hann mókir í molluhita New
64
BIRTINGUR