Birtingur - 01.01.1964, Page 69

Birtingur - 01.01.1964, Page 69
York-borgar og finnur sér tilgang í lífinu með því að semja þetta litla lag. Roquentin spyr sjálfan sig, „nú, ef hann gerir það, því ekki ég?“ Hann hefur hæfileika til ritstarfa. En hann veit, að það er fánýtt að halda áfram að skrifa ævisögur; maður týnir sjálfum sér í annars manns tilveru, og „tilvera eins manns getur aldrei réttlætt tilveru annars." Nei, hann verður að skapa sjálfur, og Roquentin ákveður að skrifa skáldsögu. Það verður ekki auðvelt, en hann segir sem svo: •>Sá dagur kann að koma, að hún verði full- skrifuð, og tilheyri fortíðinni. Ég held, að Eún geti ef til vill varpað ofurlitlum ljóma á fortíð mína. Þá og þessvegna get ég ef til vill Etið til baka án þess að iðrast.“ lJndir sögulokin eygjum við því örlítinn von- arneista; vonina um lausn í listinni. Það er auðvelt að skilja, hvers vegna sú hugmynd hefur hrifið Sartre. Með listinni skapar maður Eeim, sem er stærri og fullkomnari en sá, sem Við lifum í; í listaverkinu ríkir skipulag, sam- ra2mi og óbreytileiki, verklagni skaparans, sem er alráður snillingur; allir þeir kostir, sem við förum á mis við í hinum raunverulega Eeimi. Iástin er hjálpræðið, því að í hinum sjálfskapaða heimi, þar sem hver hlutur hefur smn fyrirfram ákveðna tilgang, gleymist hin napurlega, tilviljunarkennda tilvera okkar. En þrátt fyrir þetta leið ekki á löngu, áður en Sartre varð óánægður með þessa kenningu sína um hjálpræðið í listinni. í lok heimsstyrjaldarinnar skrifaði Sartre sitt fyrsta leikrit, Les Mouches. Boðskapur leik- ritsins er eitthvað óljós, en eitt kemur þó skýrt fram; Sartre hefur alveg snúið baki við hug- myndinni um hjálpræðið í listinni; nú að- hyllist hann eitthvað ekki óskylt hinni marx- isku hugmynd um hjálpræðið í athöfn. Les Mouches er harmleikur í fornlegum skop- stælingastíl, sem mjög var þá í tízku meðal franskra leikritahöfunda: Söguhetjan, Orest- es, kemur huldu höfði inn í fæðingarborg sína, Argos, en þar geisar flugufaraldur, og íbúarn- ir beygja sig í iðrun fyrir þessari guðanna refsingu. Hann dvelst áfram í borginni í trássi við skipun guðanna og drepur konunginn (stjiipföður sinn) og hina svikráðu móður sína, drottninguna. Síðan hverfur hann á brott, stoltur. Megináherzla er lögð á það í leikrit- inu að rökstyðja á hvaða forsendum Orestes neitar að viðurkenna almætti guðanna. Hann segir við Júpiter: maðurinn er frjáls; þess vegna verður hann sjálfur að skapa sér sín siðferðislögmál. Órestes neitar að iðrast dráps konungs og drottningar. Hann var einungis að hlýðnast sínum eigin siðferðislögmálum, er hann framdi morðin, og það eru þau einu lög, sem honum ber að hlýða. Hann gengur jafnvel svo langt að segja, að mennirnir séu «• ^'Rtingur 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.