Birtingur - 01.01.1964, Qupperneq 69
York-borgar og finnur sér tilgang í lífinu
með því að semja þetta litla lag. Roquentin
spyr sjálfan sig, „nú, ef hann gerir það, því
ekki ég?“ Hann hefur hæfileika til ritstarfa.
En hann veit, að það er fánýtt að halda áfram
að skrifa ævisögur; maður týnir sjálfum sér
í annars manns tilveru, og „tilvera eins manns
getur aldrei réttlætt tilveru annars." Nei,
hann verður að skapa sjálfur, og Roquentin
ákveður að skrifa skáldsögu. Það verður ekki
auðvelt, en hann segir sem svo:
•>Sá dagur kann að koma, að hún verði full-
skrifuð, og tilheyri fortíðinni. Ég held, að
Eún geti ef til vill varpað ofurlitlum ljóma á
fortíð mína. Þá og þessvegna get ég ef til vill
Etið til baka án þess að iðrast.“
lJndir sögulokin eygjum við því örlítinn von-
arneista; vonina um lausn í listinni. Það er
auðvelt að skilja, hvers vegna sú hugmynd
hefur hrifið Sartre. Með listinni skapar maður
Eeim, sem er stærri og fullkomnari en sá, sem
Við lifum í; í listaverkinu ríkir skipulag, sam-
ra2mi og óbreytileiki, verklagni skaparans, sem
er alráður snillingur; allir þeir kostir, sem
við förum á mis við í hinum raunverulega
Eeimi. Iástin er hjálpræðið, því að í hinum
sjálfskapaða heimi, þar sem hver hlutur hefur
smn fyrirfram ákveðna tilgang, gleymist hin
napurlega, tilviljunarkennda tilvera okkar. En
þrátt fyrir þetta leið ekki á löngu, áður en
Sartre varð óánægður með þessa kenningu sína
um hjálpræðið í listinni.
í lok heimsstyrjaldarinnar skrifaði Sartre sitt
fyrsta leikrit, Les Mouches. Boðskapur leik-
ritsins er eitthvað óljós, en eitt kemur þó skýrt
fram; Sartre hefur alveg snúið baki við hug-
myndinni um hjálpræðið í listinni; nú að-
hyllist hann eitthvað ekki óskylt hinni marx-
isku hugmynd um hjálpræðið í athöfn.
Les Mouches er harmleikur í fornlegum skop-
stælingastíl, sem mjög var þá í tízku meðal
franskra leikritahöfunda: Söguhetjan, Orest-
es, kemur huldu höfði inn í fæðingarborg sína,
Argos, en þar geisar flugufaraldur, og íbúarn-
ir beygja sig í iðrun fyrir þessari guðanna
refsingu. Hann dvelst áfram í borginni í trássi
við skipun guðanna og drepur konunginn
(stjiipföður sinn) og hina svikráðu móður sína,
drottninguna. Síðan hverfur hann á brott,
stoltur. Megináherzla er lögð á það í leikrit-
inu að rökstyðja á hvaða forsendum Orestes
neitar að viðurkenna almætti guðanna. Hann
segir við Júpiter: maðurinn er frjáls; þess
vegna verður hann sjálfur að skapa sér sín
siðferðislögmál. Órestes neitar að iðrast dráps
konungs og drottningar. Hann var einungis
að hlýðnast sínum eigin siðferðislögmálum, er
hann framdi morðin, og það eru þau einu lög,
sem honum ber að hlýða. Hann gengur
jafnvel svo langt að segja, að mennirnir séu
«•
^'Rtingur
65