Birtingur - 01.01.1964, Síða 70

Birtingur - 01.01.1964, Síða 70
engu óæðri en guðirnir. „Maður og guð eru báðir frjálsir; báðir eru alltaf einir, báðir þjást á sama hátt.“ Það er þó skrítið, hve þau siðferðislögmál, er Órestes hefur skapað sér, eru grimmileg. Hann drepur til að hefna föður síns. Vissulega má segja sem svo, að Les Mouches sé andspyrnu- leikrit og eigi að réttlæta gerðir ættjarðarvin- anna, sem drepa þýzka djöfla og franska kvisl- inga. En mótrökin gegn þessum skilningi á leikritinu eru þau, að Órestes gerir ekkert annað í Argos en að fremja þessar blóðsúthell- ingar, hvattur af einkaástæðum. Að því búnu yfirgefur hann borgina. Hið sérstæða og hetjulega tímabil stríðsár- anna átti sinn þátt í því að blinda menn fyrir heltzu annmörkum existensíalismans; hann felur nefnilega ekki í sér neinn mælikvarða, sem gerir mönnum kleift að gera upp á milli siðferðishugmynda. Ég álít, að hægt sé að sýna fram á, að þessi siðferðilegi nihil- ismi eigi rætur að rekja til trúarhrifningar Sartres. í fyrirlestrinum Existensialismi er húmanismi segir hann svo: „Dostoievsky sagði eitt sinn: „Ef guð væri ekki til, leyfðist manni allt.“ Þetta er einskonar barnalærdómur existensíalismans." En til allrar óhamingju er sú forsenda röng. Það er ekki rétt, að hin siðferðilegu gildi séu rökrétt afleiðing af tilveru guðs. Siðfræðin er ekki komin frá guðfræðipostulum, heldur þvert á móti; eins og Leibniz benti réttilega á, er siðfræðin undanfari guðfræðinnar. Ef við hefðum ekki þegar haft hugmynd um hið góða, hefðum við ekki getað skapað guð, al- góðan og alvitran. Slík persóna mundi vera framandi þeim, sem ekki hefði þegar lært að þekkja kærleika, ást eða göfgi. Ef ekki væru til nein siðferðileg gildi, ættum við heldur engan guð. Það er bæði ruddalegt og óheim- spekilegt að snúa þessu við og segja að væri guð ekki til, ættum við engin siðferðileg gildi. Við verðum að hafa það í huga, að þegar Dostoievsky segir: „Ef guð væri ekki til, leyfð- ist manni allt,“ þá er hann í rauninni að segja allt annað; nefnilega, að ef hann, kristinn maður, hefði ekki trú sína á guð sér að hlífi- skildi, þá mundi hann, Dostoievsky, hafa lát- ið undan lostafullum og illum hvötum sínum. Sem umsögn um eðli Dostoievskys sjálfs, gæti þetta vel verið satt. En þegar Sartre, guðleys- inginn, tekur það upp og gefur því almennt heimspekilegt gildi, þá er það ákaflega vill- andi. Það getur verið, að Sartre hafi sömu viðhorf og Dostoievsky; það getur verið, að honum reyndist öllu auðveldara að vera dyggðugur, ef hann vissi, að guð væri til. Og ég hef grun um, að það sé einmitt vegna þessa, sem hann hefur svo miklu meira dálæti á trúuðum höfund- 66 BIRTINGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.