Birtingur - 01.01.1964, Síða 76

Birtingur - 01.01.1964, Síða 76
hún gjarnan spurð, þessi gamla þunnhærða kona sem sat með sína fimmtíu sentímetra prjóna handa milli og prjónaði sóltjöld sem þá var í tízku að hafa á baðströndum. Onei það var óvera, sagði hún þá: hvað skyldi það vera nema ef það væri það sem varla var neitt nema það sem það kann að hafa verið ef nokkuð var, sagði hún, því hún var jafnan vön að komast snyrtilega að orði, og var þá sem eldur brynni úr augum hennar. Hún var létt á fæti og sagði þá gjarnan sögur þegar hún hljóp um skógarstígana og hélt áfram að prjóna því hún var verksígjörn á efri árum, en þernur báru bandhnykilinn með ótrúlegum hraða: það var þá kannski helzt þegar .. . Og svo kom sagan. Venjulega fjölluðu þær um efni sem vér hefðum varla fært í frásögur, enda verður tæplega gert svo hér. Bæði var að viðbrögð Akróabatómaníumanna eru ólík þeim sem gerast meðal vor, og líka var konan hæversk mjög, og hafði verið svo um sína ævi alla að því er sögur herma. Þá var Sjeik Alípasja Hasjamírjasja hinn gul- eygði orðinn hrumur en heimsótti hina frómu vinkonu sína á hálfsmánaðarfresti, stór maður vexti með mikið svart skegg sem hringaðist upp að framan einsog fuglshreiður í stærra lagi og var það kannski þó ekki sé það vitað með vissu, rauðar þykkar varir og þótti mönn- um sem brynni eldur úr nösum þegar hann minntist þess yfirgangs sem hann hafði mátt sæta af fjólublámönnum frá Halúðjastan og Jakoómírían fursta, og hafði mátt leynast á mörkum sem hið óargadýr og éta ber í þrjú ár samfleytt, unz hann hafði lært af einsetu- mönnum að grafa upp rætur og slönguegg, á því nærðist hann lengi og bar þess menjar í mikilli ást á veika kyninu sem var nú kannski ekki nýtilkomið þá. Hann og hinn vitri Abúlabúl tókust stundum á, og er það til marks um spaklyndi Abúlabúls að hann lét aldrei kné fylgja kviði svo fréttist þegar hann hafði felldan gamla manninn; en stundum glímdu þeir til kvölds svo hvorki féll því báðir voru þeir hinir gerfilegustu menn og rammir að afli; og þegar sól gekk til viðar og glitaði himin og jörð og lét hafflötinn bláa verða að tómu gulli, þá settust þeir niður móðir másandi í grasið gullið af lággeislum setjandi sólar og höfðu kollu mjaðar millum sín og ræddu lengi um háleit efni og hug- sjónir sínar um nýjan betri heim. Var það mál manna að þær viðræður hefðu oft tekizt einkar vel. En þegar hinn aldurhnigni Sjeik Alípasja Hasjímírjasja hinn guleygði lézt var hann tregaður sárt af þeim sem eftir lifðu þar um slóðir. Þá hafði hann um skeið átt við heyrn- 72 BIRTINGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.