Birtingur - 01.01.1964, Qupperneq 76
hún gjarnan spurð, þessi gamla þunnhærða
kona sem sat með sína fimmtíu sentímetra
prjóna handa milli og prjónaði sóltjöld sem
þá var í tízku að hafa á baðströndum.
Onei það var óvera, sagði hún þá: hvað skyldi
það vera nema ef það væri það sem varla var
neitt nema það sem það kann að hafa verið ef
nokkuð var, sagði hún, því hún var jafnan
vön að komast snyrtilega að orði, og var þá
sem eldur brynni úr augum hennar.
Hún var létt á fæti og sagði þá gjarnan sögur
þegar hún hljóp um skógarstígana og hélt
áfram að prjóna því hún var verksígjörn á efri
árum, en þernur báru bandhnykilinn með
ótrúlegum hraða: það var þá kannski helzt
þegar .. .
Og svo kom sagan. Venjulega fjölluðu þær um
efni sem vér hefðum varla fært í frásögur,
enda verður tæplega gert svo hér. Bæði var að
viðbrögð Akróabatómaníumanna eru ólík
þeim sem gerast meðal vor, og líka var konan
hæversk mjög, og hafði verið svo um sína ævi
alla að því er sögur herma.
Þá var Sjeik Alípasja Hasjamírjasja hinn gul-
eygði orðinn hrumur en heimsótti hina frómu
vinkonu sína á hálfsmánaðarfresti, stór maður
vexti með mikið svart skegg sem hringaðist
upp að framan einsog fuglshreiður í stærra
lagi og var það kannski þó ekki sé það vitað
með vissu, rauðar þykkar varir og þótti mönn-
um sem brynni eldur úr nösum þegar hann
minntist þess yfirgangs sem hann hafði mátt
sæta af fjólublámönnum frá Halúðjastan og
Jakoómírían fursta, og hafði mátt leynast á
mörkum sem hið óargadýr og éta ber í þrjú ár
samfleytt, unz hann hafði lært af einsetu-
mönnum að grafa upp rætur og slönguegg, á
því nærðist hann lengi og bar þess menjar í
mikilli ást á veika kyninu sem var nú kannski
ekki nýtilkomið þá.
Hann og hinn vitri Abúlabúl tókust stundum
á, og er það til marks um spaklyndi Abúlabúls
að hann lét aldrei kné fylgja kviði svo fréttist
þegar hann hafði felldan gamla manninn; en
stundum glímdu þeir til kvölds svo hvorki féll
því báðir voru þeir hinir gerfilegustu menn
og rammir að afli; og þegar sól gekk til viðar
og glitaði himin og jörð og lét hafflötinn bláa
verða að tómu gulli, þá settust þeir niður
móðir másandi í grasið gullið af lággeislum
setjandi sólar og höfðu kollu mjaðar millum
sín og ræddu lengi um háleit efni og hug-
sjónir sínar um nýjan betri heim.
Var það mál manna að þær viðræður hefðu
oft tekizt einkar vel.
En þegar hinn aldurhnigni Sjeik Alípasja
Hasjímírjasja hinn guleygði lézt var hann
tregaður sárt af þeim sem eftir lifðu þar um
slóðir. Þá hafði hann um skeið átt við heyrn-
72
BIRTINGUR