Birtingur - 01.01.1964, Side 95

Birtingur - 01.01.1964, Side 95
THOR VILHJÁLMSSON: TSÉKOFF 17. október 1896 var frumsýnt í Moskvu leik- ritið Máfurinn eftir Anton Pavelóvitsj Tsé- kov. Þessi höfundur var þá frægur af verkum sínum á öðru sviði ritlistarinnar, dáður fyrir smásögur og hafði verið heiðraður með Pús- kin-verðlaunum átta árum áður, það þóttu góð verðlaun kennd við höfuðskáld Rússa sem er þeim einskonar Jónas Hallgrímsson, Mozartísk opinberun í skáldskap sem enginn gerir sig að dóna með að gagnrýna. Gestir leikhússins voru upprifnir af tilhlökk- un að sjá leikkonu eina sem þá var eftirlæti þeirra í hlutverki Nínu. En hin mikla leik- stjarna kom ekki á tvær fyrstu æfingarnar, skilaði síðan handritinu og sagðist ekki hafa kjark til þess að fara með hlutverkið. Önnur ‘igæt prímadonna var fengin í staðinn, Kom- niísaríefska. En það hafði ekki verið tilkynnt nógu rækilega um skiptin. í hin hlutverkin Var skipað frægustu leikurum. Leikstíll tím- ans var átakamikill. Tsékov gafst upp á fjórðu æfingu, grátbændi leikarana að leika ekki svona ákaft. En þeir héldu áfram leikháttum smum og daufheyrðust við bænum skáldsins Seni engdist sundur og saman að sjá tilburði þeirra samkvæmt reseptum tímans, sem að- skildu rækilega leikhúsið og lífið sjálft. Eftir lokaæfingu vildi Tsékov fyrir hvern mun end- nrheimta leikritið úr greipum hinna miklu leikara sem þóttust vita betur en þessi höfund- ur. Hvað vita rithöfundar um leikhús, ætli við þekkjum ekki okkar públikum. En það fékkst ekki að hætta við sýninguna. Það hafði láðst að tilkynna um prímadonnu- skiptin í hlutverki Nínu, nú streymdu áhorf- endur reifir í salinn og væntu þess að sjá eitthvað létt og upplyftandi til að porra þá upp í leiðinlegheitum stefnulausra daga sem voru fullir af gömlum bröndurum og brostn- um draumum og óbreytanleik staðnaðs þjóð- félags. Þeir bjuggust við gamanleik, að fá að hlæja einsog víðar þykir nauðsynlegt í leik- húsum þegar maður hefur keypt dýra miða; en hver gat búizt við því að vera hrakinn aft- ur til að skoða fyrirbæri sem hefðu getað gerzt í þessu leiðinlega lífi sjálfu. Áhorfendur báru sig einsog jieir hefðu fengið sinn gamanleik meðan nokkur von var um að hafa ekki tapað aurum sínum. En brátt urðu þeir ringlaðir og smámsaman reiðir þegar ekki kom heldur eftirlætisstjarnan jieirra á sviðið. Ekki leizt þeim á blikuna jægar farið var að tala um sálina. Tsékov sat í salnum og að eyrum hans bárust hróp og fíflafyndni og blísturshljóð. Fölur hvarf hann eftir fyrsta þátt úr salnum til leikaranna að tjaldabaki og kom ekki aftur. Leiksýningin var algerlega misheppnuð; og Tsékov gekk þá nótt um borgina fullur ör- væntingar og hét því að semja aldrei nokkurn- tíma framar leikrit. öirtingur 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.