Birtingur - 01.01.1964, Page 95
THOR VILHJÁLMSSON: TSÉKOFF
17. október 1896 var frumsýnt í Moskvu leik-
ritið Máfurinn eftir Anton Pavelóvitsj Tsé-
kov. Þessi höfundur var þá frægur af verkum
sínum á öðru sviði ritlistarinnar, dáður fyrir
smásögur og hafði verið heiðraður með Pús-
kin-verðlaunum átta árum áður, það þóttu
góð verðlaun kennd við höfuðskáld Rússa
sem er þeim einskonar Jónas Hallgrímsson,
Mozartísk opinberun í skáldskap sem enginn
gerir sig að dóna með að gagnrýna.
Gestir leikhússins voru upprifnir af tilhlökk-
un að sjá leikkonu eina sem þá var eftirlæti
þeirra í hlutverki Nínu. En hin mikla leik-
stjarna kom ekki á tvær fyrstu æfingarnar,
skilaði síðan handritinu og sagðist ekki hafa
kjark til þess að fara með hlutverkið. Önnur
‘igæt prímadonna var fengin í staðinn, Kom-
niísaríefska. En það hafði ekki verið tilkynnt
nógu rækilega um skiptin. í hin hlutverkin
Var skipað frægustu leikurum. Leikstíll tím-
ans var átakamikill. Tsékov gafst upp á fjórðu
æfingu, grátbændi leikarana að leika ekki
svona ákaft. En þeir héldu áfram leikháttum
smum og daufheyrðust við bænum skáldsins
Seni engdist sundur og saman að sjá tilburði
þeirra samkvæmt reseptum tímans, sem að-
skildu rækilega leikhúsið og lífið sjálft. Eftir
lokaæfingu vildi Tsékov fyrir hvern mun end-
nrheimta leikritið úr greipum hinna miklu
leikara sem þóttust vita betur en þessi höfund-
ur. Hvað vita rithöfundar um leikhús, ætli
við þekkjum ekki okkar públikum. En það
fékkst ekki að hætta við sýninguna.
Það hafði láðst að tilkynna um prímadonnu-
skiptin í hlutverki Nínu, nú streymdu áhorf-
endur reifir í salinn og væntu þess að sjá
eitthvað létt og upplyftandi til að porra þá
upp í leiðinlegheitum stefnulausra daga sem
voru fullir af gömlum bröndurum og brostn-
um draumum og óbreytanleik staðnaðs þjóð-
félags. Þeir bjuggust við gamanleik, að fá að
hlæja einsog víðar þykir nauðsynlegt í leik-
húsum þegar maður hefur keypt dýra miða;
en hver gat búizt við því að vera hrakinn aft-
ur til að skoða fyrirbæri sem hefðu getað gerzt
í þessu leiðinlega lífi sjálfu. Áhorfendur báru
sig einsog jieir hefðu fengið sinn gamanleik
meðan nokkur von var um að hafa ekki tapað
aurum sínum. En brátt urðu þeir ringlaðir
og smámsaman reiðir þegar ekki kom heldur
eftirlætisstjarnan jieirra á sviðið. Ekki leizt
þeim á blikuna jægar farið var að tala um
sálina. Tsékov sat í salnum og að eyrum hans
bárust hróp og fíflafyndni og blísturshljóð.
Fölur hvarf hann eftir fyrsta þátt úr salnum
til leikaranna að tjaldabaki og kom ekki aftur.
Leiksýningin var algerlega misheppnuð; og
Tsékov gekk þá nótt um borgina fullur ör-
væntingar og hét því að semja aldrei nokkurn-
tíma framar leikrit.
öirtingur
91