Birtingur - 01.01.1964, Síða 96
Tsékov fæddist í Taganrog í Úkrainu árið
1860. Fjölskyldan var kúguð af föðurnum sem
var kaupmaður, undarlega samslunginn mað-
ur, ruddafenginn og ofstopafullur; hann var
haldinn hættulegu trúarofstæki en jafnframt
músíkalskur og átti það eitt sameiginlegt með
föður Halldórs Laxness að leika á fiðlu og
eiga snilling að syni. Hann var af fátækum
leiguliðum kominn, hans faðir hafði verið
ánauðugur og varla læs né skrifandi. Hann
var ástríðufullur stjórnandi kirkjukórs og
Anton sonur hans segir að karl hefði helzt
viljað hafa það einsog grísku munkarnir síð-
skeggjuðu á Athosfjalli að hefja tíðasöng
klukkan sex að morgni og halda áfram þind-
arlaust söng og bænum til klukkan sex á
kvöldin. Karlar einir sungu í kórnum og
voru víst alveg ágætir en því miður allir
djúpir bassar. Þá greip söngstjórinn til sona
sinna til að bjarga harmóníunni. Tveir hinir
elztu voru settir einsog englar í að syngja
sópran en Anton Tsékov söng alt. Rödd hans
var lítil og illa fallin til þessa hlutverks en
viðkvæmni drengsins ofurnæm og sjálfsgagn-
rýnin vægðarlaus og hann hefur lýst þeim
vítiskvölum sem hann leið á guðsvegum í
kirkjunni en tónameistarinn sparaði ekki
svipuna þrumandi upphafinn: Það getur
aldrei verið óheilsusamlegt að þjóna guði.
Seinna á ævinni sagði Tsékov frá því að hann
mætti ekki svo ganga framhjá kirkju að hann
minntist ekki bernsku sinnar með blygðun og
trúin vekti sér ugg og skelfingu.
Systkinin voru allmörg og snemma bar á list-
gáfu hjá flestum þeirra þótt ekkert þeirra
hefði skapfestu til að aga gáfu sína og rækta
nema Anton. Móðirin var blíðlynd kona, Ant-
on sagði að faðir þeirra hefði kramið hana
andlega og likamlega með harðlyndi sínu og
ofbeldi sem oft var framið undir yfirskini
guðsóttans einsog vill verða hentugt fólskum
mönnum. Frá föður okkar höfum við listgáf-
una en hjartað frá móður okkar, skrifaði Ant-
on eldri bróður sínum Alexandri. Oft
hafa hagsýni og trúarofstæki haft ánægju-
legt sambýli en þessum kaupmanni tókst ekki
að láta guð sinn hjálpa sér að græða á við-
skiptavinunum. Búðarholan var skuggaleg, og
helgimunir frá Athosfjalli sendu hæverskan
bjarma inn í fróm hjörtu út úr drungalegum
haugum af kramvöru, þar sem öllu ægði sam-
an: ávöxtum, ólífum, mjöli, ilmvatnsglösum,
köðlum með sinni sérstöku lykt, kaffi. Og í
kjallaranum undir var krá þar sem tveir vesa-
lingar fölir og horaðir flögruðu með lífsins
vatn í glösum milli þrútinna drykkjusvola sem
ýmist grétu yfir fegurð heimsins langt í burtu
eða erfiðleikum lífsins og yndisþokka kvenna
sem flettu sig slæðum handan við sjóndeildar-
hringinn eða þeir hlógu ef einhver datt og
92
BIRTINGUR