Birtingur - 01.01.1964, Side 99

Birtingur - 01.01.1964, Side 99
hans valda algerri byltingu, hann sækist ekki eftir æsilegu efni heldur sýnir hvað hversdags- leikinn er dramatískur, myndskynið er svo næmt að hann fer með lesandann inn á sögu- sviðið og lætur blinda sjá. Fáir höfundar hafa staðizt gnagandi tönn tím- ans þá frægu einsog þessi. Fáir höfundar sem nú lifa standa jafn nærri okkur og Tsékov. Hann nær tengslum við manneskjuna sem enginn tíma mun ógilda, þá manneskju sem alltaf mun lifa hvernig sem almanakið týnir dagsetningum sínum og eignast aðrar nýjar. Eitt sinn gekk Tsékov eftir fölum vegi í mána- skini með skáldinu Kúprín. Þá átti hann rúmt ár ólifað: Eftir sjö ár verða menn hættir að lesa mig, sagði Tsékov. Nei, sagði Kúprín, skelfing er að heyra. — Sjö og hálft, sagði Tsé- kov. Kúprín tók ekki slíkt í mál: En sú fjar- stæða. Tsékov þagði, sagði: En þeir byrja nú aftur. Fyrsta leikritið sem Tsékov samdi heitir ívanoff og var vel tekið af áhorfendum sem misskildu það og héldu að þeir hefðu fengið sitt grín, Tsékov hefur lýst því með nöpru háði. Síðan kom hin hræðilega sýning á Máfn- um og sneri Tsékov algerlega frá leikhús- þönkum. Þá hafði komið í Ijós að hann átti sér marga öfundar- og óvildarmenn sem voru fegnir að lát yrði á sigurgöngu hans. Vinur hans svipaðist um salinn og sagði: Ég sá þarna fólk sem hefur etið og drukkið og hleg- ið með Tsékov, flaðrað upp um hann og lát- izt vera vinir hans, nú var meinfýsið glott á andlitum þeirra. Hvað hefur hann eiginlega gert þessu fólki? En nú kom nýtt leikhús til sögunnar: Lista- leikhúsið sem átti eftir að valda aldahvörfum, ráðast gegn hinum vinsæla óhemjuskap og ofsalegu yfirborðstilburðum leikhússins, lygi þess og skrautlegum tómleika og heimta það í þjónustu lífsins, sannleika og hreinleika í listinni. Tveir hugsjónamenn stóðu fyrir þessu leikhúsi með hóp af gáfuðum ungum listamönnnum sem enn voru lítt þekktir en sameinaðir af stórum draumum: Nemíróvitsj Dantsjenkó og Stanislavský sem allir þekkja í dag. — Nemíróvitsj Dantsjenkó harmaði mik- ið ófarir Máfsins og skrifaði Tsékov bréf: Það þarf að sýna þig einsog þeim einum er gefið sem sjálfur er smekkvís rithöfundur, manni sem kann að meta verk þín og er líka reyndur leikstjóri en það tel ég sjálfan mig vera. Ég ætla mér að leggja áherzlu á það und- ursamlega að minni skoðun málverk af lífinu, og mannshjartanu sem ég finn í verkum þín- um og sérstaklega í Máfnum. Það verk gagn- tekur mig og ég er sannfærður um að þeir harmleikir sem leynast í hverri persónu gætu með gáfulegri sviðssetningu, frumlegri og of- urnákvæmri vakið hrifningu fjöldans. birtingur 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.