Birtingur - 01.01.1964, Blaðsíða 99
hans valda algerri byltingu, hann sækist ekki
eftir æsilegu efni heldur sýnir hvað hversdags-
leikinn er dramatískur, myndskynið er svo
næmt að hann fer með lesandann inn á sögu-
sviðið og lætur blinda sjá.
Fáir höfundar hafa staðizt gnagandi tönn tím-
ans þá frægu einsog þessi. Fáir höfundar sem
nú lifa standa jafn nærri okkur og Tsékov.
Hann nær tengslum við manneskjuna sem
enginn tíma mun ógilda, þá manneskju sem
alltaf mun lifa hvernig sem almanakið týnir
dagsetningum sínum og eignast aðrar nýjar.
Eitt sinn gekk Tsékov eftir fölum vegi í mána-
skini með skáldinu Kúprín. Þá átti hann rúmt
ár ólifað: Eftir sjö ár verða menn hættir að
lesa mig, sagði Tsékov. Nei, sagði Kúprín,
skelfing er að heyra. — Sjö og hálft, sagði Tsé-
kov. Kúprín tók ekki slíkt í mál: En sú fjar-
stæða. Tsékov þagði, sagði: En þeir byrja nú
aftur.
Fyrsta leikritið sem Tsékov samdi heitir
ívanoff og var vel tekið af áhorfendum sem
misskildu það og héldu að þeir hefðu fengið
sitt grín, Tsékov hefur lýst því með nöpru
háði. Síðan kom hin hræðilega sýning á Máfn-
um og sneri Tsékov algerlega frá leikhús-
þönkum. Þá hafði komið í Ijós að hann átti
sér marga öfundar- og óvildarmenn sem voru
fegnir að lát yrði á sigurgöngu hans. Vinur
hans svipaðist um salinn og sagði: Ég sá
þarna fólk sem hefur etið og drukkið og hleg-
ið með Tsékov, flaðrað upp um hann og lát-
izt vera vinir hans, nú var meinfýsið glott á
andlitum þeirra. Hvað hefur hann eiginlega
gert þessu fólki?
En nú kom nýtt leikhús til sögunnar: Lista-
leikhúsið sem átti eftir að valda aldahvörfum,
ráðast gegn hinum vinsæla óhemjuskap og
ofsalegu yfirborðstilburðum leikhússins, lygi
þess og skrautlegum tómleika og heimta það
í þjónustu lífsins, sannleika og hreinleika í
listinni. Tveir hugsjónamenn stóðu fyrir
þessu leikhúsi með hóp af gáfuðum ungum
listamönnnum sem enn voru lítt þekktir en
sameinaðir af stórum draumum: Nemíróvitsj
Dantsjenkó og Stanislavský sem allir þekkja í
dag. — Nemíróvitsj Dantsjenkó harmaði mik-
ið ófarir Máfsins og skrifaði Tsékov bréf:
Það þarf að sýna þig einsog þeim einum er
gefið sem sjálfur er smekkvís rithöfundur,
manni sem kann að meta verk þín og er líka
reyndur leikstjóri en það tel ég sjálfan mig
vera. Ég ætla mér að leggja áherzlu á það und-
ursamlega að minni skoðun málverk af lífinu,
og mannshjartanu sem ég finn í verkum þín-
um og sérstaklega í Máfnum. Það verk gagn-
tekur mig og ég er sannfærður um að þeir
harmleikir sem leynast í hverri persónu gætu
með gáfulegri sviðssetningu, frumlegri og of-
urnákvæmri vakið hrifningu fjöldans.
birtingur
95