Birtingur - 01.01.1964, Síða 100
Tsékov neitar. Hinn svarar: Ef þú lætur mig
ekki hafa leikritið drepurðu mig því Máfur-
inn er eina samtímaleikrit sem gagntekur
leikstjórann í mér og þú ert eini samtímahöf-
undurinn sem skiptir meginmáli fyrir leikhús
sem er að koma sér upp fyrirmyndar verk-
efnaskrá.
Með þrákelkninni hafði hann sitt fram. Stan-
islavský lék rithöfundinn Trígorín en unga
skáldið vansæla Treblév lék kornungur mað-
ur, Meyerhold sem átti mikla sögu framundan
en hún verður lesin í Birtingi í grein eftir
Arnór Hanníbalsson. Að leikslokum var
dauðaþögn, leikararnir voru dauðskelkaðir og
óttuðust herfilegan ósigur. Þá var heilsa Tsé-
kovs orðin svo slæm að Stanislavský óttaðist
að nýr ósigur gæti riðið honum að fullu. En
skyndilega dundu á ofsaleg hrifningarlæti.
Þetta var stórsigur sem staðfesti hið nýja leik-
hús í forustuhlutverki í nýsköpuninni. Og nú
varð Tsékov að semja fleiri leikrit sem voru
flutt á næstu árum: Vanja frændi, — þrjár
systur, — sem var verðugt afmælisverkefni
fyrir Leikfélag Reykjavíkur 60 ára, — flutt af
einlægni og alúð og ást á viðfangsefninu, —
Kirsuberjagarðurinn. — I þessum verkum Iék
mikil leikkona, Olga Knipper sem varð eigin-
kona Tsékovs árið 1901. Þá kom ástin inn í líf
þessa manns sem alltaf hafði verið einmana
þótt fjölmenni væri um hann. En þá átti
hann skammt eftir. 1898 hafði heilsan knúið
hann til þess að selja hús sitt í Melíkóvó og
flytja til Jalta í hlýrra loftslag, stundum var
hann í Suður-Frakklandi, stundum á Ítalíu.
Árið 1904 leizt konu Tsékovs ekki á blikuna
og fór með hann í skyndi til heilsulinda í
Baden-Weiler í Þýzkalandi. Hún hafði vakað
yfir honum daga og nætur, — allt í einu einn
dag spann hann upp gamansögu svo hún varð
að hlæja. Farðu nú út að ganga, segir hann.
Þegar hún kom aftur var hann mikið þjáður,
um nóttina vaknar hann og biður um að
læknir sé sóttur. Ich sterbe, sagði hann hátt
og skýrt. Læknirinn lét gefa honum kampavín.
Tsékov tók glasið og sagði: Það er langt síðan
ég hef drukkið kampavín. Síðan dó hann.
96
BIRTINGUR