Birtingur - 01.01.1964, Side 106
ÞORVARÐUR HELGASON: LEIKHÚS NÚTÍMANS
I. Nútíma leikritun
Fjölþættni nútímaleikritunar er svo mikil að
mjög erfitt er að gera henni skil með tilliti
til innihaids verkanna, heimsmyndirnar eru
of margar, lífsskoðanirnar of sundurleitar.
Líkindin með því, hvernig menn skrifa, eru
meiri. Enda þótt menn hafi mjög ólíkar skoð-
anir á tilverunni, eru aðferðir þeirra til túlk-
unar mjög líkar. Aðferðirnar eru ekki alltaf
frumlegar eða nýjar. Þær eru oftar endur-
nýjun, endurreisn. Endurnýjun, sem um leið
er frelsun úr viðjum ekki mjög gamalla skoð-
ana, er orðnar voru að vana, menn voru bún-
ir að gleyma því að annað væri mögulegt. En
hið næma skáld skynjar doða og deyfð van-
ans og rfs öndvert. Gegn hverju? Gegn veru-
leikastælingunni. Og þar með erum við kom-
in að kjarna málsins.
Hlutsjengir fulltrúar nútímaleikritunar eru
svo ólfkir menn sem Brecht, Anouilh, Claudel,
Becket, Ionesco, Osborne, Fry og Díirrenmatt.
Við nöfn sumra þessara höfunda hafa verið
tengd stílheiti, en engin þeirra stíla hefur
orðið stíll tfmans. En eitt er þeim öllum sam-
eiginlegt: andstaðan gegn veruleikastælingu
náinnar fortíðar. Þrátt fyrir dálítinn skoðana-
mun má segja að sama afstaða til leikhússins
einkenni þá: Leikhúsið er aðeins leikhús og
hlutverk þess ekki annað. Það á ekki að vera
annað. Það á ekki að vera tálmynd af veru-
leikanum, heldur leikhús, sem breytt getur
veruleikanum að vild sinni. Leiksviðið er ekki
í réttu orsakasamhengi við þá tilveru er leik-
húsgestir eiga sér utan leikhússins. Tilvera
þess er önnur. Sviðið er ekki lengur hluti af
hinni hversdagslegu tilveru. Sviðsopið er ekki
lengur hinn fjórði veggur, sem aðeins áhorf-
endur sjá í gegnum, sviðið er opið á alla
vegu. Það er aftur orðið að leik-sviði. Grikk-
irnir gömlu, Shakespeare og Calderón ætluðu
því aldrei að vera annað, og í rauninni hef-
ur það aldrei verið annað, allt annað var mis-
skilningur. Misskilningurinn lá í því, að menn
ætluðu sér að framkvæma nokkuð. sem í eðli
sínu var óframkvæmanlegt og tengdu auk þess
við það aðrar mjög hæpnar hugmyndir, en að
því verður komið hér á eftir.
Veruleikastælingin (Illusionismus) er heiti,
sem við nútímamenn notum yfir leikhúslist
ákveðins tímabils, frá því um 1750 og fram
á 20. öld. Höfundar tímabilsins notuðu ekki
þetta heiti, en það skiptir ekki máli, sem
samheiti yfir skoðanir þeirra og verk á heitið
rétt á sér. Þeir álitu aðaltilgang leikhússins
vera að skapa á sviðinu sem sannasta eftir-
mynd af veruleikanum. Þar á ofan héldu þeir,
að þeir gætu haft áhrif á raunveruleikann fyr-
ir tilstilli hins tilbúna veruleika sviðsins, þ. e.
a. s. haft bein áhrif á rás viðburðanna. Það
102
BIRTINGUR