Birtingur - 01.01.1964, Side 115
unni, jafnvel þannig að ytra borðið túlki and-
stæða tilfinningu, en tilfinningin, sem undir
er, er svo sterk að hún sést í gegn, gríman
verður gagnsæ. Hér er ekki um undirleik að
ræða, heldur vilja til að sýna lög persónuleik-
ans. Hinn innri maður sést í gegnum hina
ytri grímu. Þægilegasta leiðin til að túlka til-
finningarnar er ekki farin, heldur hin, sem
túlkar tilfinningarnar innan frá.
En merki leikhússins eru tvær grímur, önnur
sem grætur og hin sem hlær. Höfundar veru-
leikastælingarinnar sköpuðu lítið sem ekkert
undir merki hinnar síðari. Hvers vegna?
Ve?na þess að þeir þekktu ekki eða vildu ekki
notfæra sér möguleika leikhússins á þessu
sviði. Fyrir bragðið lifðu mareir þættir hins
gamla leikhúss fvrir veruleikastælino-una
áfram í skopleikjum. En það var aumt líf og
litið hornauga af höfuðstétt tímahilsins, borg-
arastéttinni. Þegar líða tók á 20. öldina fór
þetta að brevtast smám saman og í dag hefur
hin gamla skooleikjahefð fengrið n^tt líf ot
ýms tæknibrögð hennar orðin fastir þættir
leikhúslistar nútfmans. Ýmislegt, sem fyrir
ekki all löngu var álitið „gróft alþýðuskop"
og fyrir neðan virðingu menntaðra manna
hefur unnið sér friðhelgi á beztu leik-
sviðum heimsins. Jarðvegurinn var alþýðu-
leikhús landanna, þessi afstaða var að
vísu mikið til bundin hinni þýzkumælandi
Mið-Evrópu. En Mið-Evrópa og sérstaklega
Austurríki átti fram á 19. öld blómlegt alþýðu-
leikhús og tvö höfuðskáld, verk þeirra fara í
dag sigurför um öll þýzkumælandi lönd og
víðar. Ástæðan fyrir því er að þau eru ekki
í anda veruleikastælingarinnar, þau eru lif-
andi og gott leikhús með beinni almennri skír-
skotun, vaxin upp úr hreinum leikhúsjarð-
vegi. Á Ítalíu er sömu sögu að segja. Feneyja-
meistararnir gömlu eru aftur komnir til vegs
og virðingar. Sameinkenni þessarar endur-
reisnar er stíll, ekki einn stíll heldur stíll hvers
höfundar, hvers lands. En stíll í leik fæst að-
eins með einbeitingu og ögun, leikarinn verð-
ur að geta leikið á sjálfan sig eins og tónlistar-
maður á hljóðfæri sitt, hann þarf að hafa líka
afstöðu til listar sinnar og listdansari, enda
eru kröfurnar til fimi og stjórnar á líkaman-
um oft ekki minni. Hér er öllum brögðum
beitt til að skapa hina æðri veröld sviðsins.
Samræmi, yndisþokki og fegurð eru mark-
miðin. Á yfirborðinu er oft mikið og ólgandi
líf, en það er allt fellt saman í eina heild,
eina hrynjandi hreyfinga, radda, lita og tóna.
Veruleikastælingin var á sínum tíma viðbragð
gegn rómantískri og oft sjúklegri liststefnu.
Viðfangsefni hennar voru ýmis þjóðfélags-
vandamál og efnisvalið leiddi af sér leikform-
ið, það varð að vera raunhæft, sem næst veru-
BIRTINGUR
111