Birtingur - 01.01.1964, Síða 120

Birtingur - 01.01.1964, Síða 120
THOR VILHJÁLMSSON: MINNING DAVÍÐS STEFÁNSSONAR Ég efast um að annað skáld hafi sungið sig eins létt inn í huga og hjarta þess fólks sem býr á íslandi einsog Davíð Stefánsson gerði strax með fyrstu bókinni sinni Svörtum fjöðr- um. Með þeirri bók komst hann strax inn í hjarta þjóðarinnar, það var nýr blær yfir ljóð- um hans, nýr tími; hann talaði fyrir svo marga um það sem bjó í hjörtunum og það sem hann sagði var svo einfalt að það hreif á stundinni. Hann sagði það sem aðra langaði til að hafa sagt svo vel að mörgum fannst þeir hlusta á sín eigin hjartaslög, heyra sína eigin óþreyju tala, gleði, reiði, sorg, þrá. Davíð fæddist 21. janúar 1895 í Fagraskógi við Eyjafjörð og í þessu nafni Fagriskógur er hljómur sem ómar í ljóðum Davíðs alla tíð. Fagriskógur. En þegar hann fæddist var ekki vorhlýja í loftinu einsog við höfum notið undanfarið heldur var kalt og hretstormar nístu byggð- ina og landsins forni fjandi var fyrir Norður- landi, hafísinn sem hafði stundum svo grimmileg umsátur fyrrumtíð fyrir ströndum þessa lands. Hann var af góðu fólki kominn, dugandi bændum sem margir voru héraðsstólpar og prýði sveitarinnar. Og í móðurætt voru hinir mætustu fræðimenn sem varðveittu margar perlur og forðuðu frá glötun með því að leita uppi og skrásetja sögur og kvæði sem kynslóð eftir kynslóð hafði geymt munnlega. Móður- bróðir hans var Ólafur Davíðsson sem varð frægur fyrir starf sitt og minnisstæður þeim sem kynntust honum fyrir persónutöfra og fjörugar gáfur. Og annar frændi Davíðs skálds var Jón Árnason sem þjóðsögurnar eru kennd- ar við sem þið kannizt eflaust öll við. Foreldrar Davíðs voru bæði skörungar og í Fagraskógi fékk hann vegarnesti sem entist honum alla ævi og hugur hans leitaði alltaf heim í Fagraskóg, þar átti hann heima þótt hjarta hans væri órólegt og þráin teygði hann víða um lönd. Hugurinn leitaði alltaf heim í Fagraskóg. Hið svipfríða umhverfi Eyjafjarðar með há- gnæfum fjöllum og tign var nátengt hrein- lyndi skáldsins og falsleysi og rómantísk feg- urðarþrá hans var sterkt bundin Eyjafirði. Fagriskógur stendur við fjall sem eitt sinn hét Sólarfjöll og þaðan er talið að landnámsmað- urinn Helgi magri hafi fyrst horft yfir sitt nýja land. Sólarfjöll og Fagriskógur, Vaðla- heiði, Arnarnes. En þar sést líka Vindheima- jökull og Kaldbakur til að rjúfa þann milda blæ: Hef eg lönd og fjöld frænda / flýð en hitt er nýjast, / kröpp eru kaup ef hreppi eg / Kald- bak en eg læt Akra, sagði Önundur Tréfótur þegar hann kom þangað frá Noregi frá víðum ökrum þess og háum og þéttum skógum. Þið 116 BIRTINGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.