Birtingur - 01.01.1964, Page 122

Birtingur - 01.01.1964, Page 122
fagur og næstum eftirsóknarverður fyrir þann sem naut þeirrar náðar að vera skáld. Svartar fjaðrir komu út 1919. Davíð hafði tafizt frá skólanámi í fjögur ár vegna veik- índa. Hann var varla úr bernsku þegar hann hafði svarað kennara sínum sem spurði um framtíðaráformin: ég ætla að verða skáld, sagði hann. Og það var hann í fyrstu bókinni, furðu fast- mótaður og bráðþroska. Hann lauk stúdents- prófi sama ár og það lék um hann ævintýra- Ijómi meðal skólabræðranna, andlegur hetju- blær; skólabræðurnir sem voru mikið sinnaðir fyrir skáldskap og gagnteknir af Byron Breta- trölli sáu í Davíð kjörsvein skáldlistarinnar. Hann var líka allra manna glæsilegastur álit- um, rómur hans djúpur, sérstæður hljómur- inn eins og tónn Ijóðanna, ekki líkur öðrum, töfrandi. Halldór Laxness var þá í skóla nokkrum vetrum á eftir Davíð og það er ekki ólíklegt að Davíð hafi haft áhrif á vissa þætti í myndinni af Steini Elliða í hinu mikla verki Vefaranum frá Kasmír sem var upphaf að glæsilegustu bókmenntum íslendinga í lausu máli á seinni tímum. I þessari fyrstu bók Davíðs sem hann nefndi •Svartar fjaðrir koma fram þau einkenni sem honum hafa fylgt í list hans: tilfinningahit- inn, afdráttarleysið, hið einfalda form sem virðist svo fyrirhafnarlaust en felur oft mikla vinnu og fágun hins kröfuharða og vandláta skálds. Örlyndið, sveiflur milli ósamansettra og einfaldra geðhrifa: gleðin, sorginj söknuð- urinn, karlmennskan, treginn, nautnin, ástin. Óbeit á hræsni, einfaldar línur, skjótvirk áhrif. En þetta skáld nýs tíma bar í blóðinu söng- gleði vikivakanna og danskvæðanna gömlu og þekkingararf úr þjóðsagnaheiminum meðal annars frá frænda sínum fræðaþulnum og safnaranum Ólafi Davíðssyni. Alþýðukveð- skapurinn og form hans sem voru tengd þjóð- sagnaveröldinni voru Davíð uppsprettulind, innblástur. Ég get ekki sofið fyrir söngvunum þeim og Fagurt syngur svanurinn um sumar- langa tíð, þá mun lyst að leika sér mín liljan fríð. Þessir söngvar nafnlausra trúbadora áttu hljómfegurð sem blés Davíð í brjóst efni í sum hans fegurstu ljóð. Enginn hefur hærra stillt hörpustrenginn sinn bráðum bræða hljómarnir bláan jökulinn, segir hann og endar það Ijóð sem heitir Góða veizlu gera skal: Stillum strengina hátt stígum sorgar dans 118 BIRTINGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.