Birtingur - 01.01.1964, Síða 122
fagur og næstum eftirsóknarverður fyrir þann
sem naut þeirrar náðar að vera skáld.
Svartar fjaðrir komu út 1919. Davíð hafði
tafizt frá skólanámi í fjögur ár vegna veik-
índa. Hann var varla úr bernsku þegar hann
hafði svarað kennara sínum sem spurði um
framtíðaráformin: ég ætla að verða skáld,
sagði hann.
Og það var hann í fyrstu bókinni, furðu fast-
mótaður og bráðþroska. Hann lauk stúdents-
prófi sama ár og það lék um hann ævintýra-
Ijómi meðal skólabræðranna, andlegur hetju-
blær; skólabræðurnir sem voru mikið sinnaðir
fyrir skáldskap og gagnteknir af Byron Breta-
trölli sáu í Davíð kjörsvein skáldlistarinnar.
Hann var líka allra manna glæsilegastur álit-
um, rómur hans djúpur, sérstæður hljómur-
inn eins og tónn Ijóðanna, ekki líkur öðrum,
töfrandi. Halldór Laxness var þá í skóla
nokkrum vetrum á eftir Davíð og það er ekki
ólíklegt að Davíð hafi haft áhrif á vissa þætti
í myndinni af Steini Elliða í hinu mikla
verki Vefaranum frá Kasmír sem var upphaf
að glæsilegustu bókmenntum íslendinga í
lausu máli á seinni tímum.
I þessari fyrstu bók Davíðs sem hann nefndi
•Svartar fjaðrir koma fram þau einkenni sem
honum hafa fylgt í list hans: tilfinningahit-
inn, afdráttarleysið, hið einfalda form sem
virðist svo fyrirhafnarlaust en felur oft mikla
vinnu og fágun hins kröfuharða og vandláta
skálds. Örlyndið, sveiflur milli ósamansettra
og einfaldra geðhrifa: gleðin, sorginj söknuð-
urinn, karlmennskan, treginn, nautnin, ástin.
Óbeit á hræsni, einfaldar línur, skjótvirk áhrif.
En þetta skáld nýs tíma bar í blóðinu söng-
gleði vikivakanna og danskvæðanna gömlu og
þekkingararf úr þjóðsagnaheiminum meðal
annars frá frænda sínum fræðaþulnum og
safnaranum Ólafi Davíðssyni. Alþýðukveð-
skapurinn og form hans sem voru tengd þjóð-
sagnaveröldinni voru Davíð uppsprettulind,
innblástur. Ég get ekki sofið fyrir söngvunum
þeim og Fagurt syngur svanurinn um sumar-
langa tíð, þá mun lyst að leika sér mín liljan
fríð.
Þessir söngvar nafnlausra trúbadora áttu
hljómfegurð sem blés Davíð í brjóst efni í
sum hans fegurstu ljóð.
Enginn hefur hærra stillt
hörpustrenginn sinn
bráðum bræða hljómarnir
bláan jökulinn,
segir hann og endar það Ijóð sem heitir Góða
veizlu gera skal:
Stillum strengina hátt
stígum sorgar dans
118
BIRTINGUR