Birtingur - 01.01.1964, Side 131
FRÉTTAMAÐUR: Tannlæknirinn hefur nú lokið skoðun
sinni.
TANNLÆKNIR: Rétt.
SIÐAMEISTARI: Vitaskuld. Þetta var bara formsatriði.
TANNLÆKNIR: Minnisstæður tannsteinn. Lét mig alltaf
fylla jaxlana í stað þess að kippa þeim úr.
FRÉTTAMAÐUR: Nú brýzt sólin aftur fram úr skýjum.
SlfiAMEISTARI: Láta lokið á.
FRÉTTAMABUR: Þeir gera svo ... já, nú er lokið aftur
komið á. Kirkjugarðsstjórinn gengur fram með skrúf-
járnið ...
RÖDD (sem úr fjarska): Nei!
SIBAMEISTARI: Hvað var þetta?
RÖDDIN (án ofboðs): Ne-ei!
FRÉTTAMAÐUR: Látið ykkur ckki bilt við verða, góðir
hlustendur — einhver að kalla eitthvað.
RÖDDIN: Nei! Ekkil
FRÉTTAMAÐUR: Nú, þetta er undarlegt.
SIBAMEISTARI: Ég heyri ekki betur cn hljóðið komi
úr kistunni. Hefur cinhver lcnt niður í kistuna?
FRÉTTAMABUR: Já, það er engu líkara ... það fer
hrollur um mig ... þetta er óhugnanlegt.
RODDIN: Takið lokið af! Ég er að kafna!
SIÐAMEISTARI: Já, af nteð lokið, af með lokið!
FRÉTTAMAÐUR: Svo er gert. Siðameistarinn rcynir að
gægjast niður f kistuna. (Hálfkæft óp) Siðameistarinn
rekur upp óp ... hvað er að gerast? Hver ósköpin eru
eiginlega á seyði?
RÖDDIN (skýrari, mcð þykkju): Er ykkur alvara að ætla
að kæfa mann?
FRÉTTAMABUR: Hér rnunaði mjóu að illa færi og
lifandi maður yrði grafinn mcð þjóðhetjunni. ... En
hversvegna stendur hann þá ekki upp? Jú, nú rfs hann
upp . .. það er að segja: ekki hann — heldur lfkið!
Drottinn minn dýri, góðir hlustendur! Hm. ... Radfó
Úrúbamba! Ég tilkynni: lfk þjóðhetjunnar sczt upp
í kistu sinni — veskú.
LÍKIÐ: Sælir verið þið.
SIÐAMEISTARI: Humm ... komdu sæll.
LÍKIfi: Það er ffna vcðrið.
SIÐAMEISTARI: Humm ... jú jú, indælis veður.
LÍKIÐ: Hvað skyldi hitinn vera mikill?
SIÐAMEISTARI: Ein seytján átján stig, hugsa ég.
LÍKIÐ: Gæti einmitt trúað þvf. Er hann búinn að vera
Iengi svona?
SIÐAMEISTARI: Öndvegistfð síðan um mánaðamótin
apríl—maí.
LÍKIÐ: Og hvað er nú — rniður júní?
SIÐAMEISTARI: Tólfti.
FRÉTTAMAÐUR: Þjóðhetjan lítur furðanlega vel út eftir
öll þessi ár. Hún er auðvitað nokkuð tannber ... og ...
og anzi þunn á bringuna — já, hún er óneitanlega dá-
lítið þunn á bringuna. Og annar handleggurinn — ég
kem nú ekki auga á hann eins og er.
LÍKIÐ: Tólfti júní, sagðirðu. Svo þið eruð ekki farnir að
taka upp kartöflur ennþá?
SIBAMEISTARI: Nei, hi hi ... ónei.
LÍKIÐ: Eigið kannski nægar birgðir frá fyrra ári?
SIÐAMEISTARI: Við skulum vona það.
LÍKIÐ: Það cr gott.
FRÉTTAMABUR (lágt): Góðir hlustendur, við vitum
öll að þjóðin er þvf miður f kartöfluhraki.
LÍKIÐ: Og árið — hvaða ár er núna?
SIÐAMEISTARI: 1965.
LÍKIÐ: Svo það eru þá 27 ár síðan ...
SIÐAMEISTARI: 28.
LÍKIÐ: Misminnir mig þá — eða legg ég skakkt saman?
SIÐAMEISTARI: Það var 37.
LÍKIÐ: Nú, eru það þá ekki 27 ár?
SIÐAMEISTARI: 28.
LÍKIÐ: Hvaða rækalli er ég farinn að ryðga f kollinum
— auðvitað cru það 28 ár ... þó það nú væri.
ÉIRTINGUR
127