Birtingur - 01.01.1964, Qupperneq 145
JÓN ÓSKAR: GAGNRÝNANDI Á VILLIGÖTUM
I næstsíðasta hefti Tímarits Máls og menn-
ingar birtist ritdómur, slöttungslangur, um
bókarkorn, sem ég lét frá mér fara fyrir rúmu
ári eða nánar tiltekið um áramótin 1963—
1964. í bókarkorninu voru nokkrar þýðingar
úr frönskum Ijóðbókmenntum ásamt for-
mála. Höfundur ritdómsins er Baldur Ragn-
arsson, esperantisti og áhugamaður um ljóð
list. Ég leyfi mér að benda á nokkur atriði í
„ritdómi" þessum til að fólk geti áttað sig á
vinnubrögðum, sem vart eru til fyrirmyndar.
B. R. er mikið í mun að sýna lærdóm sinn
og sanna með honum hve ég hafi unnið verk
mitt illa. Hann segir um Petits poéms en
prose eftir Baudelaire: „Þótt prósaljóð þessa
meginskálds séu mikilvæg tilraun á leiðinni
til Uppljómana Rimbauds, eru þau fremur
táknrænir smáþættir og sveimandi hugleið
ingar en prósaljóð í venjulegum skilningi."
B. R. getur þess ekki að hann hafi þýtt þessa
klausu upp úr erlendri bók, en sú er engu að
síður raunin. Þetta er tekið upp úr bók-
menntasögu, A Short History of French
Literature, eftir Geoffrey Brereton. Þar
stendur á bls. 286 í Penguinútgáfu:
„For the most part, these are symbolic anec-
dotes and imaginative meditations rather than
the prose poems which the title promises.
They were nevertheless an important experi-
ment on the road which led to Rimbaud’s
Illuminations.“ Það er ekki óalgengt að
menn taki eina eða tvær setningar frá öðrum
höfundum og eigni sjálfum sér, en ritdómari
Tímarits Máls og menningar gengur lengra.
Hann segir: „Aftur á móti minnist J. Ó. ekki
á næmi Baudelaires á tengsl milli ólíkra hluta,
skynjana eða hugmynda eins og það kemur
fram í skáldskap hans. Sú kenning sem fólst
í þeirri birtingu færði bókmenntunum nýja
vídd með því að gera skáldið að einskonar
farvegi skynheimsins; það er helzta afrek Bau-
delaires í þágu ljóðlistarinnar að hann færði
skáldið frá áhorfsstöðu til eigin innri þátt-
töku í fyrirbærunum. Frá ljóðtæknilegu sjón-
armiði leiddu þessi umskipti til frjálsari
myndlíkinga, þar sem ein mynd gat runnið í
aðra án þess þörf væri á útfærðum saman-
burði.“
Öll þessi romsa er þýdd úr sömu bók (bls. 184)
nema fyrstu orðin, sem Baldur gat ekki haft
upp úr bók Breretons af því að Brereton er
ekki að skrifa um Jón Óskar. Ég leyfi mér að
tilfæra kaflann á enskunni:
„Beyond that — and for later poets and critics
this has seemed to be his principal innovation
— there is his sense of the associations be-
tween different objects, sensations or concepts,
partly expressed in his sonnet Correspon-
dances.“ (Hér kemur erindi úr sonnettunni
sem Brereton tekur sem dæmi, en B. R. slepp-
IURTINGUR
141