Birtingur - 01.01.1964, Síða 154
barning og strit vetrarins. VertíSarfólkiS var
löngu farið, þetta nútírna förufólk, sem flakk-
ar um landiS heimilislaust úr einum stað í
annan milli verstöðva, sefur allt sitt tíma-
kaupslíf á mygluðum hálmdýnum í hriktandi
braggakojum, rótlaust og útverkað; þetta fólk,
sem felur lífsviðhorf sitt í því spakmæli að
tími verði til hvíldar í gröfinni, það var horfið
burt með hárvatn sitt, greiðu og spegil í
pappatöskum vandlega reyrðum aftur með
snærum, komið eitthvað norður eða austur í
land í nýja verstöð, lagst til hvíldar í nýja
koju, svaf á annarri fúkkaðri dýnu einhvers
frystihússeigandans, í nýjum slagandi bragga,
og hafði neglt spegil sinn aftan á kojugaflinn
ásamt þrykkmyndum, hengt sparifötin á nagla
á þilinu, brugðið skræpóttu hálsbindinu um
krók herðatrésins og límt nokkrar brjósta-
miklar kvikmyndaleikkonur fyrir ofan höfða-
lag kojunnar eftir að hafa fært með klunna-
legum, óæfðum blýantsstrikum undan bikini-
sundbolnum það sem átti velsæmisins vegna
að hylja; stöðugt í eltingaleik sínum við fisk
inn, síldina og aurana sína.“
Undanfarið hafa menníngarstjórar vorir verið
að sífra eitthvað um að ýngri höfundar hér-
lendir tækju ekki til meðferðar vandamál ís-
lenzks þjóðfélags. Þau sem nú eru helzt að-
kallandi. Þótt þetta geti átt við um suma höf-
unda (eldri sem yngri) eru það mörg dæmi
um hið gagnstæða, að ekki sýnist mér ástæða
til kvíðni. Og er þessi bók einmitt eitt gleggsta
dæmið. I henni er fjallað um eitt helzta vanda-
mál nútíma þjóðlífs á íslandi, hinn lánga
vinnudag og þreytuna, sljóleikann og fáfræð-
ina, sem eru beinar afleiðingar hans. Þetta
fólk á sér mjög fábrotin áhugamál, ef nokkur.
Það gefur sér eingan tíma til neins, nema
þræla fyrir nokkrar krónur, svo það geti leyft
sér þann frumstæða munað að éta sæmilegan
mat öðru hvoru, leggja sig eftir vinnutíma,
kannski á myglaða hálmdýnu, og drekka
brennivín. Þetta fólk les varla bækur, hlustar
ekki á aðra músík en kynóraglamur Keflavík-
urútvarpsins, sér aldrei málverk. Eina „mynd-
list“ þess er ljósmyndir af hálfberum leikkon-
um. Öll listsköpun og menníngarstarfsemi af
hvaða tagi sem er, fer þarna fyrir ofan garð
og neðan. Þetta er allt svo hin rómaða bók-
menntaþjóð í sinni réttu mynd og sínu rétta
umhverfi. Dauðar sálir, sagði einhver. Nei
kannski ekki dauðar, en vanvita af þekkíngar-
skorti, múgmennsku, andlegu hirðuleysi og
lángri vinnuþrælkun. íslenzk menníng er svo
sterk, segja sumir. Hve mörg megatonn skyldi
hún vera?
Ekki verður Guðbergur kallaður glæsilegur
stílisti eða eitthvað slíkt. Hann beitir ekki stíl-
brögðum eða öðrum hjálparmeðulum. Sögur
hans á einstaklíngnum og félagslegri aðstöðu
150
BIRTINGUR