Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 15
Stefán Karlsson
13
Helgastaðabókar (Sth perg 16 4to) frá árinu 1982; Selma Jónsdóttir og
Sverrir Tómasson skrifuðu einnig inngang að þessari útgáfii (Helga-
staðabók. Nikulás saga. Perg. 4to nr. 16 Konungsbókhlöðu í Stokk-
hólmi). í inngangi Stefáns er farið svo rækilega í skrift og stafsetningu,
hljóðkerfí og beygingar í handritinu að lesandanum verður orðfall.
Þekking Stefáns og áhugi á málsögu og handritum að fomu og nýju
leiddu hann einnig á aðrar brautir, og sér þess m.a. stað í ritgerðasafn-
inu Stafkrókum sem Stofnun Áma Magnússonar gaf út í tilefni af sjö-
tugsafmæli hans árið 1998 (ritið kom út árið 2000). Sem dæmi um það
má nefna athuganir hans á biblíumáli fyrr og nú. Hann vann m.a. að
mikilli samanburðarrannsókn á málfarinu í Nýja testamenti Odds
Gottskálkssonar (1540) og Guðbrandsbiblíu (1584) með Guðrúnu
Kvaran. Þegar á leið beindist áhugi hans æ meira að þeim fyrirmynd-
um sem hann taldi að Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup (1539-
1627) hlyti að hafa haft þegar biblían var búin til prentunar. Rann-
sóknin var langt komin þegar Stefán lést.
Margar málfræðilegar greinar hans fjalla um uppmna og merkingu
orða, svo sem grein um misskilin og misrituð orð í Guðmundar sög-
um (í Griplu 2) og greinar um orðin þorp, gelta, blóðkýlar, Jarlhett-
ur, salerni, Höskuldur, mysa og fallegur (í Griplu, Islensku máli og af-
mælisritum). Aðrar málfræðigreinar eru t.d. greinar um gamla hljóð-
dvöl í ungum rímum (íslenzk tunga 5) og stafsetningu séra Odds á
Reynivöllum (Afmæliskveðja til Halldórs Halldórssonar 13. júlí
1981).
Á sjöunda áratug síðustu aldar hófst Stefán handa við annað stór-
virki, útgáfu á fjórum sögum um Guðmund góða, saman settum á 13.
og 14. öld. Forsaga þessa verks er sú að eitt haustið þegar hann kom
til Kaupmannahafnar eftir sumarvinnu var Ólafur Halldórsson búinn
að lesa Grettisfærslu í AM 556 a 4to að mestu en hún hafði verið skaf-
in út eins og mörgum er kunnugt um. Stefán sagði sjálfur svo frá að
sér hefði þá fundist það vera hin æðstu vísindi að lesa ólæsileg hand-
rit og fann sér ólæsilegt skinnblað til að glíma við. Um var að ræða
bréf frá 1607 (AM dipl isl fasc LXX 7) sem hafði verið skrifað á blað
úr handriti en upphaflegur texti hafði verið skafinn út á báðum síðum
og varð ekki lesinn í venjulegu ljósi nema örfá orð. í útfjólubláu ljósi